Fótbolti

Inter er komið í kapphlaupið um Aguero

Greint hefur verið frá því að forráðamenn Chelsea og Atletico Madrid muni hittast á fundi eftir helgi til þess að ræða möguleg félagaskipti argentínska landsliðsframherjans Sergio Aguero en hann hefur verið sterklega orðaður við Lundúnafélagið í þó nokkurn tíma.

Enski boltinn

Landon Donovan valinn bestur í bandarísku deildinni

Landon Donovan, félagi David Beckham hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS-deildinni, var í gær valinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins en lið hans spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Donovan fær þessa viðurkenningu en hann hafði fimm sinnum verið kosinn besti bandaríski leikmaðurinn.

Fótbolti

Ísland niður um fimm sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu datt niður um fimm sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 92. sæti en var í 87. sæti þegar listinn var gefinn út síðast. Spánverjar endurheimtu toppsæti listans en þar voru Brasilíumenn síðast.

Fótbolti

Roy Keane hefur enga samúð með Írunum

Roy Keane, fyrrum landsliðsmaður Íra, hefur enga samúð með löndum sínum þrátt fyrir að þeir hafi misst af HM í Suður-Afríku vegna kolólöglegs marks Frakka. Thierry Henry tók boltann greinilega með hendi áður en hann lagði upp jöfnunarmark William Gallas sem nægði franska liðinu til þess að komast til Suður-Afríku.

Fótbolti

Ekki öruggt að Zlatan geti spilað með Barca í El Clásico

Zlatan Ibrahimovic meiddist á æfingu hjá Barcelona í vikunni og missir örugglega af leik liðsins um helgina á móti Athletic Bilbao. Það er einnig óvíst hvort hann geti verið með á móti Inter í Meistaradeildinni á miðvikudaginn eða á móti Real Madrid í El Clásico á sunnudaginn eftir viku.

Fótbolti

Selfyssingar unnu gamla þjálfarann í gær

Selfoss vann 2-0 sigur á Val í æfingaleik í Egilshöllinni en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Guðmundar Benediktssonar og jafnframt fyrsti leikurinn á móti Gunnlaugi Jónssyni síðan að hann yfirgaf þjálfarastöðu liðsins til þess að fara að þjálfa Valsliðið.

Íslenski boltinn

Roma hefur áhuga á að fá Pavlyuchenko

Allt virðist benda til þess að rússneski landsliðsframherjinn Roman Pavlyuchenko muni yfirgefa herbúðir Tottenham strax þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar en hann hefur verið úti kuldanum hjá Lundúnafélaginu á þessu tímabili.

Enski boltinn

Ferguson fær að stjórna United á móti Everton

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, fær að stjórna sínu liði á móti Everton á laugardaginn þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í nýverið í tveggja leikja bann vegna ummæla sinna um Alan Wiley dómara eftir 2-2 jafnteflisleik á móti Sunderland.

Enski boltinn