Fótbolti

Song búinn að skrifa undir samning til ársins 2014

Alexandre Song er í framtíðarplönum Arsene Wenger hjá Arsenal því þessi 22 ára Kamerúnmaður skrifaði í gær undir nýjan langtímasamning sem heldur honum hjá Lundúnafélaginu til ársins 2014. Song hefur verið fastamaður hjá Arsenal á þessu tímabili og byrjað inn á í 18 af 23 leikjum liðsins.

Enski boltinn

Hamsik undir smásjánni hjá Manchester United

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph hafa njósnarar á vegum Englandsmeistara Manchester United verið tíðir gestir á leikjum ítalska félagsins Napoli undanfarið til þess að fylgjast með miðjumanninum sókndjarfa Marek Hamsik.

Fótbolti

Fjögur lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum A til D í kvöld og þar geta fjögur lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Fjögur lið í þessum riðlum eru þegar komin áfram; Girondins Bordeaux (A), Manchester United (B), Chelsea (D) og FC Porto (D).

Fótbolti

Reading vonast til þess að semja við Gunnar Heiðar

Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er búinn að vera á reynslu hjá enska b-deildarfélaginu Reading undanfarna daga skoraði bæði mörk varaliðs félagsins í 2-1 sigri liðsins gegn Bristol Rovers í vináttuleik sem var spilaður fyrir luktum dyrum í dag.

Enski boltinn

Bolton komið í janúar-kapphlaupið um Benjani

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Bolton nýjasta félagið til að bætast í aðdáendahóp framherjans Benjani Mwaruwari hjá Manchester City en leikmaðurinn hefur lítið fengið að spreyta sig eftir komu þeirra Emmanuel Adebayor, Carlos Tevez og Roque Santa Cruz til félagsins í sumar.

Enski boltinn

Arsenal sterklega orðað við Agbonlahor

Samkvæmt heimildum Daily Star er knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal enn að fylgjast náið með Gabriel Agbonlahor hjá Aston Villa en leikmaðurinn var fyrst orðaður við Lundúnafélagið sumarið 2007.

Enski boltinn

Benitez verður ekki rekinn

Christian Purslow, framkvæmdarstjóri Liverpool, sagði eftir leik liðsins gegn Debrecen í Meistaradeild Evrópu í gær að ekki kæmi til greina að reka Rafa Benitez frá félaginu.

Enski boltinn

Dómarinn í leik Frakka og Íra: Ekki mér að kenna

Sænski dómarinn í leik Frakka og Íra í umspilsleiknum fræga á dögunum hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um allt fjaðrafokið sem varð í kjölfar hans. Thierry Henry notaði þar vinstri höndina greinilega við að leggja upp jöfnunarmark Frakka án þess að Martin Hansson eða félagar hans í dómaratríóinu tækju eftir því.

Fótbolti

Ronaldinho fær að fara út á lífið á fimmtudögum

Spænska blaðið Sport segist vera búið að finna eina aðalástæðuna fyrir bættri spilamennsku Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan. Það hefur verið allt annað að sjá til Ronaldinho á síðustu vikum sem hefur fengið frjálsara hlutverk undir stjórn landa sína Leonardo.

Fótbolti

Sex lið geta komist áfram í Meistaradeildinni í kvöld

Fimmta og næstsíðasta umferð Meistaradeildarinnar fer fram í riðlum E til H í kvöld og þar geta sex lið tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Franska liðið Lyon og spænska liðið Sevilla eru einu liðin sem eru þegar komin áfram en Arsenal er nánast búið að gulltryggja sig inn í næstu umferð.

Fótbolti