Fótbolti

Rooney meiddur á ökkla og æfði ekki í dag

Wayne Rooney meiddist á ökkla í 1-1 jafnteflinu á móti Bandaríkjamönnum í fyrsta leik enska landsliðsins á HM sem fram fór á laugardagskvöldið. Rooney var ekki með á æfingu enska landsliðsins í dag.

Fótbolti

Carragher: Green á að vera áfram í markinu

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, vill að Robert Green verði áfram í marki enska landsliðsins þrátt fyrir hörmuleg mistök markvarðarins í fyrsta leiknum á móti Bandaríkjunum.

Fótbolti

Zidane: Domenech er ekki þjálfari

Zinedine Zidane, goðsögn, gagnrýnir leik Frakka á HM og segir að enginn liðsandi sé til staðar. Það var raunar greinilegt í leik Frakka gegn Úrúgvæ sem lauk með 0-0 jafntefli.

Fótbolti

Umfjöllun: Meistararnir komnir á beinu brautina

Íslandsmeistarar FH lögðu KR, 3-2, í stórleik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn var bráðfjörugur og mörkin í leiknum hefðu auðveldlega getað orðið mun fleiri. Heilt yfir var FH sterkari aðilinn en norski markvörðurinn Lars Moldsked fór með leikinn fyrir KR er liðið náði yfirhöndinni í stöðunni 1-1.

Íslenski boltinn

Ledley King ekki meira með á HM?

Óvíst er hvort Ledley King leiki meira á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Fabio Capello tók þá áhættu að láta hann byrja leikinn gegn Bandaríkjunum og sú ákvörðun reyndist kolröng.

Fótbolti

Green skellti sér í golf í dag

Markvörðurinn Robert Green segist vera hættur að hugsa um mistökin stóru sem hann gerði gegn Bandaríkjunum í gær. Hann notaði daginn í að spila golf með félögum sínum í enska landsliðinu.

Fótbolti