Fótbolti

Downing fúll út í Capello

Stewart Downing, vængmaður Aston Villa, er ekki enn búinn að jafna sig á því að hafa ekki komist í landsliðshóp Englands fyrir HM í sumar. Hann segir að liðsval Capello þjálfara hafi verið skrítið.

Enski boltinn

Barrera kominn til West Ham

West Ham gekk í dag frá kaupum á mexíkóska landsliðsmanninum Pablo Barrera frá mexíkóska liðinu Pumas. Kaupverðið er í kringum 4 milljónir punda.

Enski boltinn

Baggio ætlar að hella sér út í þjálfun

Ítalska hetjan Roberto Baggio hyggur á endurkomu í boltann en ekki sem leikmaður enda orðinn aðeins of gamall til þess að spila með þeim bestu. Hann er búinn að skrá sig á þjálfaranámskeið og ætlar sér að taka við liði eftir ár.

Fótbolti

Fabregas fer ekki til Barcelona

Hinn nýi forseti Barcelona, Sandro Rosell, hefur játað sig sigraðan í baráttunni um Cesc Fabregas. Rosell segir að Fabregas komi ekki til félagsins fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.

Enski boltinn

Real Madrid búið að fá sinn eigin Pedro

Real Madrid gekk í dag frá kaupunum á Pedro León frá Getafe og José Mourinho er því búinn að fá þrjá leikmenn til liðsins síðan að hann tók við á Santiago Bernabéu. Hinir eru Angel Di Maria frá Benfica og Sergio Canales frá Racing Santander. Pedro mun kosta Real Mardi um tíu milljónir evra.

Fótbolti

Umfjöllun: Takk, búið, bless KR

KR-ingar eiga einn leik eftir í Evrópukeppninni þetta árið. Þeir töpuðu 0-3 fyrir úkraínska liðinu Karpaty Lviv í fyrri viðureign liðanna og ljóst að markmið þeirra fyrir seinni leikinn ytra verður bara að reyna að komast frá verkefninu með sæmd.

Íslenski boltinn