Fótbolti

Obertan tryggði Manchester United sigur í nótt

Frakkinn Gabriel Obertan tryggði Manchester United 1-0 sigur á Philadelphia Union í æfingaleik í nótt á Lincoln Financial Field í Philadelphia í Bandaríkjunum. Þetta var annar leikur United á undirbúningstímabilinu en liðið vann 3-1 sigur á Celtic á föstudaginn var.

Enski boltinn

Bara fínt að vera litla liðið

„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið,“ segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni.

Íslenski boltinn

Búið að selja 1000 miða af 1340

Búið er að selja um þúsund miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Motherwell í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Motherwell myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.

Íslenski boltinn

Fyrsti leikur Rúnars í KR-útvarpinu

KR-ingar spila í dag seinni leikinn sinn við FK Karpaty L'viv í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar. FK Karpaty vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli í síðustu viku og KR-liðið á því ekki mikla möguleika á að komast áfram.

Íslenski boltinn

Naumur sigur Þróttar á HK

Þróttur vann HK 3-2 í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-2 en endurkoma HK hófst of seint en annað mark HK kom í uppbótartíma.

Íslenski boltinn

FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu

FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals.

Fótbolti

Marklínu-dómararnir verða í Meistaradeildinni í vetur

Það verða fimm dómarar á vellinum í Meistaradeildinni á komandi tímabili en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í dag. Það var gerð tilraun með tvo auka aðstoðardómara í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og henni verður haldið áfram á komandi tímabili.

Fótbolti

Fá Valskonur gull- silfur og bronsskóinn í ár?

Valskonur eru í frábærum málum í Pepsi-deild kvenna eftir leiki gærkvöldsins með sex stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik inni á liðið í öðru sæti sem er Breiðablik. Valsliðið hefur skorað 51 mark í 11 leikjum eða 28 mörkum meira en næsta lið og nú er svo komið að liðið á þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

Íslenski boltinn

Gestir skysports.com spá Manchester United titlinum

Manchester United mun vinna enska meistaratitilinn ef marka má gesti heimasíðu Skysports. 26 prósent spá því að United-liðið endurheimti enska titilinn en 50 þúsund atkvæði hafa borist í könnun síðunnar. Enska úrvalsdeildin fer af stað 14. ágúst.

Enski boltinn