Fótbolti

Vonbrigði í Laugardalnum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu olli miklum vonbrigðum í síðasta æfingaleik sínum fyrir undankeppni EM í knattspyrnu í gær. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Liechtenstein.

Íslenski boltinn

Aron: Hef engar áhyggjur

„Við verðum bara að taka þessu, þetta er partur af því að vera í fótboltanum. Þetta er ekki alltaf dans á rósum,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður Íslands og Coventry, eftir vonbrigðin á Laugardalsvelli í gær.

Íslenski boltinn

Kolbeinn: Klárlega sætasti sigurinn

„Þetta er klárlega sætasti sigurinn, þetta er alveg frábært,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem átti virkilega góðan leik fyrir U21 árs landslið Íslands í gær og skoraði meðal annars eitt mark.

Íslenski boltinn

Verkfall Kristianstad skilaði sínu

Verkfall Elísabetar Gunnarsdóttur og stelpnanna hennar í Kristianstad skilaði sér og vakti bæjarbúa Kristianstad sem sameinuðust á bak við liðið sitt sem er búið að standa sig mjög vel í sænsku kvennadeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti

Arnór: Þurfum að taka okkur saman í andlitinu

„Við vorum klaufar í dag, við vorum ekki að spila okkar besta leik. Við vitum að við eigum mikið inni og verðum bara sjálfir að koma því í gang eftir svona leik,“ sagði Arnór Smárason, leikmaður íslenska liðsins, eftir jafnteflið gegn Liechtenstein í dag.

Íslenski boltinn

Stjóri West Bromwich enn á eftir David Ngog

Roberto Di Matteo, stjóri West Bromwich Albion, er enn ekki búinn að gefa upp vonina um að fá David Ngog, framherja Liverpool, til félagsins þrátt fyrir að Ngog hafi stimplað sig inn í Liverpool-liðið með þremur mörkum í tveimur leikjum liðsins á móti Rabotnicki í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Enski boltinn