Fótbolti

Valencia sló Stoke úr leik

Valencia er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á Stoke á Spáni í kvöld. Fyrri leiknum lauk einnig með 1-0 sigri Spánverjanna.

Fótbolti

Hver er þessi Fraizer Campbell?

Stuart Pearce, afleysingaþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, valdi Fraizer Campbell óvænt í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleik á móti Hollendingum í næstu viku. En hver er þessi leikmaður?

Enski boltinn

Ian Rush segir að öll pressan sé á Liverpool

Ian Rush, goðsögn í sögu Liverpool, hefur smá áhyggjur af pressunni sem er á Liverpool-liðinu í úrslitaleik enska deildabikarsins um helgina en Liverpool mætir þar b-deildarliði Cardiff City á Wembley. Liverpool hefur ekki unnið titil í sex ár og flestir búast við sigri á móti Cardiff.

Enski boltinn

FIFA heimtar handabönd fyrir og eftir fótboltaleiki

Franz Beckenbauer, nefndarmaður á vegum FIFA, segir sambandið ætla pressa á það að leikmenn heilsist fyrir leiki en handabönd hafa verið mikið í umræðunni eftir að Luis Suarez, leikmaður Liverpool, neitaði að taka í höndina á Patrice Evra, leikmanni Manchester United, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Fótbolti

Mancini: Tevez gæti spilað með City eftir tvær vikur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur samþykkt afsökunarbeiðni Carlos Tevez og virðist vera farinn að hugsa alvarlega um það hvenær argentínski framherjinn kemur aftur inn í liðið ef marka má yfirlýsingar Ítalans eftir 4-0 stórsigur á Porto í gær.

Enski boltinn

Inter tapaði enn einum leiknum

Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Basel skellti Bayern í Sviss

Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

Fótbolti