Fótbolti

Ekkert gengur hjá AEK

AEK Aþena, lið Eiðs Smára Guðjohnsen og Elfars Freys Helgasonar, tapaði í dag fyrir Aris í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0.

Fótbolti

Zlatan með þrennu á fjórtán mínútum

Svíinn Zlatan Ibrahimovic fór mikinn þegar að AC Milan vann Palermo á útivelli, 4-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Fótbolti

Macheda sótillur á Twitter

Federico Macheda heldur áfram að koma sér í vandræði vegna skrifa sinna á Twitter en í dag lýsti hann vonbrigðum sínum með því að vera ekki í náðinni hjá Mark Hughes, stjóra QPR.

Enski boltinn

Meiðsli Gerrard ekki alvarleg

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að meiðsli Steven Gerrard séu ekki alvarleg. Liðið spilaði vel án hans í dag en tapaði engu að síður fyrir Arsenal, 2-1.

Enski boltinn

Dalglish: Vorum miklu betri en töpuðum

"Ég held að allir sem sáu leikinn séu sammála um að við vorum miklu betra liðið og áttum skilið að fá stigin þrjú,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, eftir 2-1 tapið fyrir Arsenal í dag.

Enski boltinn

Balotelli fór á nektarbúllu

Mario Balotelli er búinn að koma sér enn á ný í vandræði hjá Roberto Mancini, stjóra Manchester City. Hann sást ganga út af nektarstað snemma aðfaranótt föstudags en það var enska götublaðið The Sun sem greindi frá því.

Enski boltinn

Ekki gaman að koma inn í hálfleik

Íslenska kvennalandsliðið tapaði sínum öðrum leik í röð í Algarve-bikarnum í gær þegar liðið lá 1-4 á móti sterku sænsku liði. Slæmur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli en sænska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu 38 mínútum leiksins þar af tvö þeirra á fyrstu tólf mínútunum. Dóra María Lárusdóttir minnkaði muninn í 2-1 með marki úr víti sem Hólmfríður Magnúsdóttir gerði vel í að fá.

Fótbolti