Fótbolti

Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr

"Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu.

Íslenski boltinn

Forréttindi að fæðast snemma á árinu

Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur

Íslenski boltinn

Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar

Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar.

Enski boltinn

Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Barcelona taplaust í síðustu 50 leikjum Iniesta

Andres Iniesta jafnaði met Emilio Butragueno í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að vinna 2-0 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Iniesta, sem lagði upp seinna mark liðsins fyrir Lionel Messi, hefur nefnilega ekki tapað í síðustu 50 deildarleikjum sínum með Barca.

Fótbolti

Gylfi bara búinn að skora í útileikjum

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær en með því hjálpaði hann sínu liði að vinna þriðja leikinn í röð og komast upp í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn