Fótbolti

Kristinn skoraði en Davíð Þór fagnaði sigri | Flott innkoma hjá Heiðari Geir

Kristinn Steindórsson opnaði markareikninginn sinn í sænsku b-deildinni í fótbolta í kvöld en það dugði þó ekki Halmstad-liðinu sem tapaði 1-2 á útivelli fyrir Östers IF í Íslendingaslag. Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Öster. Heiðar Geir Júlíusson var hetja Ängelholms FF í jafnteflisleik á útivelli á móti Jönköpings Södra.

Fótbolti

Blackburn féll og Wigan tryggði sætið sitt

Blackburn Rovers mun fylgja Wolves niður í ensku b-deildina en þetta var ljóst eftir að liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Wigan er jafnframt öruggt með sæti sitt í deildinni eftir þennan sigur. Antolin Alcaraz skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Roma hefur misst trúna á Krkic

Bojan Krkic hefur ekki náð að slá í gegn hjá Roma og ítalska liðið vill að Barcelona taki við honum á nýjan leik. Það hefur engan áhuga á að halda leikmanninum.

Fótbolti

Aron Einar og félagar úr leik - West Ham í úrslitaleikinn

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City eru úr leik í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 tap fyrir West Ham á Upton Park í seinni leik undanúrslitanna í dag. West Ham vann 5-0 samanlagt og mætir annaðhvort Birmingham City eða Blackpool á Wembley í hreinum úrslitleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Skúli Jón frá keppni í 2-3 mánuði

Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður Elfsborg í Svíþjóð, verður frá keppni í 2-3 mánuði. Skúli Jón fékk þau skilaboð í gær að hann þyrfti að gangast undir aðgerð á mjöðm.

Fótbolti

Bjarni: Stoke-bolti í Stjörnunni

Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, var ósáttur með tvö töpuð stig þótt Stjörnuliðið væri vissulega gott. Það var þó ekki fallegur fótbolti sem skilaði Stjörnunni stigi í Vesturbænum í kvöld að hans mati.

Íslenski boltinn

Kennie: Holdt kjeft hvor jeg er glad

Kennie Chopart, annar Dananna í liði Stjörnumanna, átti fínan leik með Garðbæingum gegn KR í kvöld. Kennie lék ýmist á hægri eða vinstri kanti, lét finna fyrir sér og óx ásmegin eftir því sem á leikinn leið.

Íslenski boltinn

Magnús: Ekkert agabann hjá ÍBV

Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, neitaði því í viðtali við Vísi eftir 2-1 tap sinna manna gegn Selfossi í kvöld að nokkur af leikmanna liðsins hafi verið í agabanni í dag vegna áfengisdrykkju.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: FH - Grindavík 1-1

Grindavík gerði góða ferð í Kaplakrika þar sem liðið sótti 1-1 jafntefli gegn FH. FH sótti meira í leiknum og var meira með boltann en Grindavík skoraði fyrsta markið á 73. mínútu. FH jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Íslenski boltinn