Fótbolti

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Íslenski boltinn

O'Shea ekki ánægður með Mancini

John O'Shea, varnarmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Man. Utd, er ekki ánægður með þau ummæli Roberto Mancini, stjóra Man. City, að Man. Utd eigi fram undan auðveldan leik gegn Sunderland á sunnudag.

Enski boltinn

Pepsi-mörkin extra: Jói Kalli hitti ekki Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason hitti fyrirliða ÍA og KR og ræddi við þá um stórleik kvöldsins í Pepsideild karla. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir hafa frá ýmsum að segja og "Jói Kalli" var hársbreidd frá því að skjóta boltanum í Hjörvar í miðri kynningu. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA kemur einnig við sögu í þessu "bræðrainnslagi".

Íslenski boltinn

Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum

Bjarni og Jóhannes Karl mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í Pepsi-deild karla í kvöld en bræðurnir hafa aldrei mæst áður sem mótherjar. Eftirvænting og spenna ríkir í fjölskyldunni, enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akranesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Íslenski boltinn

Mancini: Yaya Toure eins og Ruud Gullit

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur líkt Fílbeinsstrendingnum Yaya Toure við Ruud Gullit þegar sá síðarnefndi var upp á sitt besta með AC Milan og hollenska landsliðinu. Yaya Toure hefur spilað stórt hlutverk hjá City í vetur og skoraði bæði mörkin í mikilvægum sigri á Newcastle um síðustu helgi.

Enski boltinn

Blackpool í úrslitaleikinn á móti West Ham

Blackpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar náði 2-2 janftefli á útivelli á móti Birmingham í seinni leik liðanna í undanúrslitunum umspilsins í ensku b-deildinni. Blackpool komst í 2-0 og þar með í 3-0 samanlagt en Birmingham setti spennu í leikinn með því að jafna metin. Birmingham þurfti hinsvegar að skora tvö mörk til viðbótar en það tókst ekki og Blackpool komst áfram.

Enski boltinn

Guðmundur og Matthías á skotskónum með Start

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir á skotskónum þegar Start vann 5-0 stórsigur á Vard Haugesund í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Guðmundur skoraði tvö mörk og Mathhías skoraði eitt og lagði upp annað.

Fótbolti

Falcao getur tryggt sér sögulega tvennu í kvöld

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar í kvöld takist honum að vinna Evrópudeildina með félögum sínum í Atletico Madrid. Spænsku liðin Atletico Madrid og Athletic Bilbao mætast þá í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Búkarest en leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.

Fótbolti

Félagi vísað úr íslensku 3. deildinni - grunur um erlent veðmálabrask

Vefsíðan Fótbolti.net segir frá því í dag að FFR, Fótboltafélaginu Fjólunni Reykjavík, hafi verið vísað úr keppni í þriðju deild karla og bikarkeppni KSÍ. Íslenskir aðilar stofnuðu félagið í vetur en fljótlega tóku erlendir aðilar við stjórn félagsins. Grunur er um að hér sér veðmálabrask í gangi og þykir svipa til máls sem kom upp í Finnlandi fyrir nokkrum árum.

Íslenski boltinn

Juve dreymir enn um Van Persie

Áhugi ítölsku meistaranna í Juventus á fyrirliða Arsenal, Robin van Persie, hefur ekkert dvínað þó svo félagið sé ekki enn búið að gera tilboð í Hollendinginn.

Enski boltinn