Fótbolti

Útlitið ekki alltof gott hjá Emil og félögum

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona töpuðu í kvöld 0-2 á útivelli á móti AS Varese í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils um eitt laust sæti í ítölsku A-deildinni. Seinni leikurinn fer fram á laugardaginn.

Fótbolti

Rúrik: Við þurfum bara að fara ná úrslitum

Rúrik Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu þurftu að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð á móti Svíþjóð í Gautaborg í kvöld en íslensku strákarnir geta hinsvegar verið sáttir með spilamennskuna á móti Frökkum og Svíum, tveimur sterkum þjóðum sem eru í lokaundirbúningi sínum fyrri úrslitakeppni EM.

Íslenski boltinn

Ferill Brendan Rodgers í máli og myndum

BBC hefur tekið saman tæplega tveggja mínútna myndband um ferillinn hjá Brendan Rodgers sem í dag skrifaði undir þriggja ára samning um að gerast næsti stjóri Liverpool. Rodgers tekur við af Kenny Dalglish sem var rekinn frá félaginu á dögunum.

Enski boltinn

Kagawa færist nær Man. Utd

Samningaviðræður Man. Utd og Dortmund um kaup á japanska miðjumanninum Shinji Kagawa ganga vel og flest bendir til þess að hann verði orðinn leikmaður Man. Utd fljótlega.

Enski boltinn

Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 3-2 | Fjórða tapið í röð

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði 3-2 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik í Gautaborg í kvöld. Íslenska liðið hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki á 26. mínútu. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu.

Fótbolti

Árni Gautur leggur hanskana á hilluna

Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hinn 37 ára gamli Árni hefur verið að glíma við meiðsli og er nú hættur.

Fótbolti

Ranieri tekur við Monaco

Claudio Ranieri á níu líf í boltanum og hann hefur nú verið ráðinn þjálfari franska liðsins Monaco til næstu tveggja ára. Ranieri tekur við starfinu af Marco Simone. Hann hafði verið atvinnulaus síðan í mars er hann var rekinn frá Inter.

Fótbolti

Ef einhver kastar í mig banana þá mun ég drepa hann

Ítalinn Mario Balotelli ætlar ekki að sætta sig við neitt kynþáttaníð á EM í sumar. Hann hefur nú hótað að labba af velli ef hann verður fyrir slíku á mótinu. Hann segir enn fremur að ef einhver myndi kasta banana í hann út á götu þá myndi hann drepa viðkomandi.

Fótbolti

22 úr unglingaliði Barca fengu fyrsta tækifærið í tíð Guardiola

Pep Guardiola, fráfarandi þjálfari spænska liðsins Barcelona, var óhræddur að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri í aðalliðinu þau fjögur tímabil sem hann var með liðið. Barcelona vann fjórtán titla undir hans stjórn á þessum fjórum árum en þá fengu einnig 22 leikmenn úr unglingaliði Barca sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu. Heimasíða Barcelona hefur tekið saman upplýsingar um hvaða leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik undir stjórn Guardiola

Fótbolti

Fanndís og Rakel á skotskónum - myndir

Fanndís Friðriksdóttir fór fyrir sínu liði í 7-1 stórsigri á Selfossi í kvöld og varð sú fyrsta til að skora þrennu í Pepsi-deild kvenna á þessu tímabili. Fanndís og Rakel Hönnudóttir sem skoraði tvö mörk eru nú markahæstu leikmenn deildarinnar með fjögur mörk hvor.

Íslenski boltinn

Eigandi Liverpool vill ræða við Brendan Rodgers á morgun

Liverpool hefur enn áhuga á því að ræða við Brendan Rodgers, stjóra Swansea, um möguleikann á því að hann verði eftirmaður Kenny Dalglish á Anfield. Enskir fjölmiðlar segja frá því að eigandi Liverpool sé kominn til Englands og ætli að ræða við Rodgers á morgun.

Enski boltinn

659 milljónir halda með Manchester United í heiminum

Það halda flestir fótboltaáhugamenn með enska liðinu Manchester United af öllum knattspyrnuliðum heimsins ef marka má nýja könnun sem United birtir á heimasíðu sinni í dag. United hefur tvöfaldað stuðningsmanna hóp sinn síðustu ár og á meðal annars tvöfalt fleiri stuðningsmenn en Barcelona í Asíu.

Enski boltinn

Fanndís með þrennu í stórsigri Blika

Breiðablik er komið á topp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á nýjan leik eftir 7-1 stórsigur á nýliðum Selfoss á Kópavogsvellinum í kvöld. Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Blika, skoraði þrennu á fyrstu 40 mínútum leiksins. Fylkir og KR gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli í Árbænum.

Íslenski boltinn

Torres þakklátur Del Bosque

Spænski framherjinn Fernando Torres segist ætla að launa landsliðsþjálfaranum Vicente del Bosque fyrir traustið eftir að hann var valinn í spænska landsliðshópinn fyrir EM.

Fótbolti