Fótbolti

Nýi United-maðurinn skoraði í stórsigri Japana

Shinji Kagawa hélt upp á samning við enska stórliðið Manchester United með því að skora eitt marka japanska landsliðsins í 6-0 stórsigri á Jórdaníu í undankeppni FIFA í dag. United mun kaupa Kagawa frá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund og verður hann fyrsti Japaninn sem spilar fyrir Manchester United.

Fótbolti

Defoe snýr aftur til Póllands á laugardag

Reiknað er með því að Jermaine Defoe, framherji enska landsliðsins, snúi aftur í æfingarbúðir enska landsliðsins á morgun. Defoe þurfti frá að hverfa þar sem faðir hans varð bráðkvaddur á Englandi.

Fótbolti

Rússar skoruðu fjögur mörk hjá Petr Cech

Rússar eru til alls líklegir í EM í fótbolta í ár eftir 4-1 sigur á Tékkum í seinni leik dagsins í A-riðli. Hinn 21 árs gamli Alan Dzagoev skoraði tvö mörk fyrir Rússa og Roman Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og bæði skoraði og lagði upp mark. Petr Cech, markvörður Tékka og Evrópumeistara Chelsea, þurfti því að sækja boltann fjórum sinnum í markið sitt í kvöld.

Fótbolti

Hetjulegar innkomur og tvö rauð spjöld í fjörugum opnunarleik EM

Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 1-2

Bikarmeistarar KR eru komnir áfram í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. KR-ingar hefndu þar með fyrir tapið í Pepsi-deildinni á sama stað í síðasta mánuði.

Fótbolti

Smuda: Lewandowski á leið til United

Francieszek Smuda, landsliðsþjálfari Póllands í knattspyrnu, segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna að skærasta stjarna liðsins, Robert Lewandowski, sé á leið til Manchester United.

Fótbolti

Rangnick hafnaði West Brom

Þjóðverjinn Ralf Rangnick verður ekki næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Brom. Steve Clarke þykir nú líklegastur til að fá starfið eins og áður hefur komið fram.

Enski boltinn

Hughton tekinn við Norwich

Enska úrvalsdeildarfélagið Norwich hefur ráðið Írann Chris Hughton sem knattspyrnustjóra. Hughton tekur við liðinu af Paul Lambert sem færði sig yfir til Aston Villa.

Enski boltinn

Orkuverið gekk Chelsea úr greipum

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea þarf að leita að nýrri staðsetningu fyrir nýjan leikvang sinn. Malasískt fyrirtæki hafði betur í baráttunni við Lundúnarliðið í útboði Battersea-orkuversins þar sem nýi leikvangurinn átti að rísa.

Enski boltinn

Kári: Gæti vel hugsað mér að spila í Kína

Kári Árnason veltir fyrir sér næsta áfangastað en samningur landsliðsmannsins við skoska félagið Aberdeen rann út um mánaðamótin. Kára var vel tekið í Skotlandi og þótti standa sig afar vel. Stuðningsmenn Aberdeen vildu ólmir halda Kára en félagið hafði ekki fjárráð til þess.

Fótbolti