Fótbolti

Gamli Inter-maðurinn var hetja AC Milan í gær

Giampaolo Pazzini, var hetja AC Milan, í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins í gær þegar AC Milan vann 3-1 sigur á Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. Pazzini skoraði öll þrjú mörk AC Milan þar af tvö þeirra á síðustu þrettán mínútum leiksins.

Fótbolti

Carroll missir af landsleikjum Englendinga

Andy Carroll, lánsmaður frá Liverpool, byrjaði vel í fyrsta leiknum með West Ham í gær og átti mikinn þátt í að liðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik á móti Fulham. Leikurinn endaði með 3-0 sigri West Ham en þó ekki áður en að Carroll hafði haltrað meiddur af velli.

Enski boltinn

Van Persie sá um Southampton

Hollendingurinn Robin van Persie bjargaði andlitinu og þremur stigum fyrir Manchester United þegar liðið sótti Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Enski boltinn

Essien: Kallar Mourinho pabba

Chelsea hefur lánað Michael Essien til Real Madrid og Essien hittir þar fyrir Jose Mourinho sem keypti hann einmitt til Chelsea fyrir sjö árum síðan. Essien fagnar því að spila aftur fyrir Mourinho sem hann lítur á sem föður.

Fótbolti

Balotelli þarf að fara í augnaðgerð

Mario Balotelli, framherji Manchester City og ítalska landsliðsins, er á leiðinni í augnaðgerð en þetta staðfesti David Platt, aðstoðarmaður Roberto Mancini, eftir 3-1 sigur City á QPR í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Enski boltinn

Villas-Boas: Við vorum ekki beittir í fyrri hálfleiknum

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með byrjunina á tímabilinu en Tottenham hefur aðeins náð í tvö stig í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Norwich í dag en íslenski landsliðsmaðurinn náði sér engan veginn á strik.

Enski boltinn

Pescara fékk á sig þrjú mörk manni færri í fyrsta leik Birkis

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk sitt fyrsta tækifæri með Pescara í dag þegar hann var í byrjunarliði liðsins í 3-0 tapi á útivelli á móti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni. Pescara missti mann af velli eftir aðeins 28 mínútur og fékk á sig þrjú mörk manni færri.

Fótbolti

Steve Clarke: Ég er farinn að hljóma eins og bilaður plötuspilari

Steve Clarke, stjóri West Bromwich Albion, er að byrja frábærlega í sínu fyrsta starfi sem aðalstjóri í ensku úrvalsdeildinni en Clarke stýrði sínu liði til 2-0 sigurs á Everton í dag. West Brom er í 3. sæti sæti deildarinnar en liðið hefur unnið heimasigra á Liverpool og Everton og gert jafntefli á útivelli á móti Tottenham.

Enski boltinn

Þórsarar komnir upp í Pepsi-deildina á ný

Þórsarar frá Akureyri endurheimtu sæti sitt í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag eftir 3-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum í 19. umferð 1. deild karla í dag. Þetta var áttundi deildarsigur Þórsliðsins í röð og liðið er nú með xx stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn

Aron með sex mörk í tveimur leikjum - skoraði tvö og meiddist í sigri AGF

Aron Jóhannsson er áfram skotskónum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni en þessi fyrrum Fjölnismaður og leikmaður í 21 árs landsliði Íslands skoraði tvö mörk í 4-0 útisigri AGF á Silkeborg í dag aðeins fimm dögum eftir að hann skoraði fernu í útisigri á Horsens. Hann spilaði þó bara í 52 mínútur vegna þess að hann fór útaf vegna meiðsla.

Fótbolti

Ferguson: Rooney var ekki í formi

Wayne Rooney var ekki í byrjunarliði Manchester United um síðustu helgi og strax fóru sögusagnir af stað um að hann væri á förum frá félaginu. Rooney hefur sagt allt slíkt tal vera tóma þvælu en kappinn verður frá næstu vikur eftir að hafa fengið slæman skurð á lærið í leiknum við Fulham.

Enski boltinn