Fótbolti

Lars Lagerbäck: Við spiluðum ekki illa

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endaði landsleikjaárið með því að vinna 2-0 sigur á Andorra í vináttulandsleik í kvöld. Liðið vann fjóra af tíu leikjum sínum á árinu.

Fótbolti

Messi og félögum tókst ekki að skora í Sádí-Arabíu

Argentína og Sádí-Arabía gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik í Riyadh í kvöld en það dugði ekki argentínska liðinu að tefla fram þeim Lionel Messi og Sergio Agüero saman í fremstu línu. Sádí-Arabía tapaði 5-0 á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánar í september síðastliðnum en náði miklu betri úrslitum í kvöld.

Fótbolti

99 landsleikir Gerrard í myndum

Steven Gerrard nær stórum áfanga í kvöld þegar hann leikur sinn 100. landsleik fyrir England. Hann er aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær þeim áfanga.

Fótbolti

Unnustinn réðst á Solo degi fyrir brúðkaupið

Samband Hope Solo, markvarðar bandaríska landsliðsins, og Jerramy Stevens, fyrrum leikmanns Seattle í NFL-deildinni, virðist vera skrautlegt því leikmaðurinn var handtekinn fyrir að leggja hendur á Solo aðeins degi fyrir áætlaðan brúðkaupsdag þeirra.

Fótbolti

Hodgson gefur 31 árs nýliða tækifæri í kvöld

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur staðfest að þeir Raheem Sterling og Leon Osman verða báðir í byrjunarliði Englands gegn Svíþjóð í kvöld. Þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur beggja en mikill aldursmunur er á þeim.

Fótbolti

Ég var ekki að ljúga neinu

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, neitar því að hafa logið til um samskiptin við Tryggva Guðmundsson. Stjórn Blika tók fram fyrir hendur þjálfarans og neitaði að gera Tryggva samningstilboð.

Íslenski boltinn

Tek tvö ár með trompi

Framarar fengu flottan liðsstyrk í gær þegar hinn 37 ára gamli varnarmaður, Ólafur Örn Bjarnason, skrifaði undir samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Grindavík.

Íslenski boltinn

Ná strákarnir í sjaldgæfan sigur í dag?

Íslenska karlalandsliðið verður í eldlínunni í Andorra þar sem liðið leikur lokaleik sinn á árinu 2012. Um er að ræða vináttulandsleik á móti þjóðinni í 203. sæti á heimslistanum og liði sem hefur ekki unnið í síðustu 57 leikjum sínum.

Fótbolti

Beindi byssu að andliti Messi

Besti knattspyrnumaður heims, Argentínumaðurinn Lionel Messi, kom til Sádi Arabíu í gær. Á leið sinni af flugvellinum virtist hann óttast um eigið líf.

Fótbolti

Iniesta: Ég hata ekki Pepe

Þeir Andres Iniesta hjá Barcelona og Pepe, varnarmaður Real Madrid, lentu í rifrildi í leik liðanna fyrr í vetur en Pepe er ekki óvanur því að standa í slíku.

Fótbolti

Þóra fagnaði verðlaununum hinum megin á hnettinum

Þóra Björg Helgadóttir var í gærkvöldi valin besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar en hún átti frábært tímabil með silfurliði LdB FC Malmö sem var aðeins hársbreidd frá því að vinna sænska meistaratitilinn þriðja árið í röð.

Fótbolti

Pele var "bara" í aðgerð á mjöðm

Brasilíumenn anda nú eflaust léttar eftir að í ljós kom að veikindi goðsagnarinnar Pele voru ekki alvarleg. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna þess að hann þurfti að gangast undir aðgerð á mjöðm.

Fótbolti

Pele fluttur á sjúkrahús

Edison Arantes do Nascimento, betur þekktur undir gælunafni sínu Pele, var fluttur inn á sjúkrahús í dag en talsmaður sjúkrahússins í Sao Paulo gat ekki gefið brasilískum fjölmiðlum frekari upplýsingar af beiðni fjölskyldu Pele.

Fótbolti

Berlusconi stendur með Allegri

Adriano Galliani, stjórnarformaður AC Milan, þarf að standa í því nánast vikulega að svara spurningum um hvort hann ætli sér að reka Massimiliano Allegri, þjálfara félagsins.

Fótbolti

Platini vill gera miklar breytingar á lokakeppni EM árið 2020

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu – UEFA, vill gera miklar breytingar á lokakeppni Evrópumóts landsliða í karlaflokki árið 2020. Samkvæmt frétt þýska dagblaðsins Bild ætlar Platini að leggja fram tillöguna 7. desember nk. Platini telur að í framtíðinni verði það of dýrt fyrir eina eða tvær þjóðir að taka að sér að vera gestgjafar á EM. Hann ætlar að leggja til að mótið árið 2020 fari fram á 12 stöðum í Evrópu.

Fótbolti

Chelsea vill fá Falcao í janúar

Chelsea ætlar sér að fá kólumbíska framherjann Radamel Falcao frá Atletico Madrid og helst strax í janúar. Fregnir herma að Chelsea sé þegar farið í viðræður við félagið. Ekki bara það heldur er sagt að Falcao sé þegar búinn að semja um kaup og kjör við enska félagið.

Enski boltinn