Fótbolti

Redknapp hefur áhuga á að taka við úkraínska landsliðinu

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, er alveg til í það að taka við úkraínska landsliðinu ef marka má viðtal hans við BBC. Redknapp fékk ekki að taka við enska landsliðinu þegar Fabio Capello hætti í upphafi ársins og hætti síðan með sem stjóri Tottenham í sumar.

Fótbolti

Di Matteo rekinn frá Chelsea

Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi.

Enski boltinn

Benítez á leiðinni á Brúna?

Guardian segir frá því í morgun að forráðamenn Chelsea séu búnir að heyra hljóðið í Rafael Benítez til að athuga það hvort að hann sé tilbúinn að taka við liðinu af Roberto Di Matteo en Chelsea tapaði 0-3 á móti Juventus í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni í gær.

Enski boltinn

Eiður Smári aldrei byrjað betur

Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað fimm mörk í fyrstu sjö deildarleikjum sínum með belgíska félaginu Cercle Brugge. Þetta er tólfta félagið hans á ferlinum og langbesta byrjunin.

Fótbolti

Galinn kostnaður vegna öryggisgæslu

Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu AIK mæta Napoli í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og það er búist við miklu fjöri bæði inn á vellinum sem og upp í stúku. Expressen segir frá því að AIK þurfi að eyða yfir einni milljón sænskra króna í öryggisgæslu á leiknum sem er meira en 18 milljónir íslenskra króna.

Fótbolti

Enn eitt metið hjá Messi

Lionel Messi bætti í kvöld enn eitt metið er hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Barcelona á Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti

Cech: Mikil vonbrigði

Petr Cech, markvörður Chelsea, var vitanlega vonsvikinn eftir 3-0 tap sinna manna fyrir Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Beckham gæti fengið tilboð frá PSG - áhugi í sex löndum

David Beckham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki tilboð um að spila fótbolta á næsta tímabili því BBC hefur heimildir fyrir því að lið í að minnsta kosti sex löndum vilji semja við hann. Hann var sterklega orðaður við Ástralíu en lið frá öllum heiminum eru tilbúin að taka upp veskið.

Fótbolti

United-liðið laumaði sér í gegnum flugstöðina

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Darren Fletcher mættu á blaðamannafund fyrir leikinn á móti Galatasaray sem fram fer í Meistaradeildinni í kvöld en þar var mönnum tíðrætt um móttökurnar sem United-liðið fékk í Tyrklandi.

Fótbolti

Lögreglan í Liverpool yfirheyrði Sterling

Raheem Sterling er að standa sig frábærlega innan vallar en það gengur ekki eins vel hjá þessum 17 ára strák að fóta sig utan vallar. Sky Sports segir frá því í dag að lögreglan í Liverpool hafi yfirheyrt leikmanninn.

Enski boltinn

Veigar Páll: Ekkert öruggt að ég fari í Stjörnuna

Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stabæk og er á heimleið eftir farsælan níu ára feril sem atvinnumaður. Veigar var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í morgun þar sem fram kom að ekkert væri ákveðið hvar hann léki á næsta tímabili. Líklegasti áfangastaðurinn væri Stjarnan en þó kæmu önnur lið til greina líka.

Íslenski boltinn

Heldur ævintýri Celtic áfram í Meistaradeildinnni?

Skoska meistaraliðið Celtic hefur komið gríðarlega á óvart í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu það sem af er. Celtic lagði spænska stórliðið Barcelona 2-1 á heimavelli í síðustu umferð og í kvöld mætir Celtic liði Benfica í Portúgal. Celti getur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri gegn Benfica og jafntefli gæti einnig dugað fyrir skoska liðið.

Fótbolti

Khedira: Manchester City eitt af bestu liðum heims

Sami Khedira, miðjumaður Real Madrid, talaði vel um Manchester City þrátt fyrir að lítið hafi gengið hjá ensku meisturunum í Meistaradeildinni. City tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun og þarf nauðsynlega á sigri að halda.

Fótbolti

Barcelona og Valencia í 16-liða úrslitin

Spænsku liðin Barcelona og Valencia tryggðu sér í dag öruggt sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar unnu 3-0 sigur á Spartak Moskvu í Rússlandi en Valencia á enn eftir að spila í kvöld.

Fótbolti

Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum?

Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi.

Fótbolti