Fótbolti

Gerrard: Getum náð fjórða sætinu

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur ekki gefið upp alla von um að ná fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni og þar með tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Cech fingurbrotinn

Petr Cech verður ekki með tékkneska fótboltalandsliðinu á móti Tyrklandi í vikunni eftir að í ljós kom að hann hafði fingurbrotnað í tapi Chelsea á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti

Enginn Xavi í liði Barcelona á næstunni

Xavi, miðjumaðurinn snjalli hjá Barcelona, verður ekki með liðinu næstu fimmtán daga eftir að rannsóknir sýndu að hann hafi tognað aftan í læri. Xavi meiddist í lokin á leik Barcaelona og Valenica í spænsku deildinni í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Fótbolti

Messan kvaddi Mario Balotelli

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason kvöddu vandræðagemlinginn Mario Balotelli í Sunnudagsmessunni í gær en hann fór frá Manchester City til AC Milan í janúarglugganum og því gott tækifæri til að minnast kappans.

Enski boltinn

Ronaldinho hrósar Rooney og Ashley Cole

England og Brasilía spila vináttulandsleik á miðvikudag. Brasilíumaðurinn Ronaldinho er mjög hrifinn af Wayne Rooney og segir að hann myndi styrkja hvaða landslið sem er í heiminum.

Fótbolti

Var Hjörvar í hópi fávitanna sem Ferguson talaði um?

Sunnudagsmessan tók fyrir markmannsmál Manchester United í þættinum í gær en Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gerði á dögunum lítið úr þeim sem voru að gagnrýna spænska markvörðinn David de Gea en Hjörvar Hafliðason er í þeim hópi.

Enski boltinn

Svindl í Meistaradeildinni á Englandi

Hagræðing úrslita knattspyrnuleikja er mun stærra vandamál en áður var haldið segir Europol sem hefur verið að rannsaka slík mál undanfarna átján mánuði. Í nýjum gögnum frá Europol kemur meðal annars fram að úrslitum leiks í Meistaradeildinni, sem spilaður var á Englandi, hafi verið hagrætt.

Fótbolti

Ekki minn síðasti samningur

Eiður Smári Guðjohnsen nýtur þess að spila fótbolta á ný eftir erfið meiðsli. Hann er kominn í íslenska landsliðið aftur og ætlar sér að berjast um titla með Club Brugge í Belgíu, þar sem honum líður mæta vel.

Fótbolti

Hólmar Örn inn fyrir Hallgrím

Önnur breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðinu fyrir landsleikinn gegn Rússum á miðvikudag. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur nú verið kallaður inn í hópinn.

Fótbolti