Fótbolti

Ætla sér að taka stigametið af Chelsea

Wayne Rooney og Robin van Persie framherjar Manchester United ætla ekki að slaka neitt á þótt að félagið sé nánast búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn og sé úr leik í öllum öðrum keppnum. Stigamet Chelsea getur enn fallið og United-liðið hefur sett stefnuna á það.

Enski boltinn

Ragnar skoraði fyrir FCK

Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta markið þegar að FCK hafði betur gegn ríkjandi meisturunum í Nordsjælland í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Ævilangt bann fyrir ólæti

Newcastle ætlar að taka harkalega á þeim stuðningsmönnum knattspyrnuliðs borgarinnar sem höfðu sig mest í frammi í óeirðum í miðbæ Newcastle í gær.

Enski boltinn

Aguero ekki refsað fyrir rassatæklinguna

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að refsa Argentínumanninum Sergio Aguero fyrir tæklingu sína á David Luiz í undanúrslitaleik enska bikarsins á milli Manchester City og Chelsea. Aguero lét þá takkana vaða í rassinn á David Luiz þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Enski boltinn

Dregið í HM-riðla hjá stelpunum á morgun

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í öðrum styrkleikaflokki á morgun þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvenna sem fer fram í Kanada 2015. Íslensk A-landslið í fótbolta hefur aldrei komist á HM.

Fótbolti

Alfreð reykspólaði fram úr Bale og Michu

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur þar með skorað 23 deildarmörk á tímabilinu og jafnað 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild.

Fótbolti

Barði hest í hausinn

Stuðningsmenn Newcastle voru allt annað en sáttir eftir 3-0 tap sinna manna gegn Sunderland á Englandi í gær. Svo fór að lögregla þurfti að handtaka 29 þeirra að leik loknum.

Enski boltinn

David Luiz fyrirgefur Aguero rassatæklinguna

David Luiz hjá Chelsea hefur fyrirgefið Sergio Aguero hjá Manchester City fyrir það hann kallar "fimm sekúndur af reiði" en argentínski framherjinn komst upp með það að traðka á rassi Brasilíumannsins í í undanúrslitaleik enska bikarsins á Wembley í gær.

Enski boltinn

Tveir skotnir til bana á leið á leik á HM-velli

Brasilíumenn halda HM í fótbolta á næsta ári en það bárust ekki góðar fréttir frá einum af leikvöngunum sem verða notaðir í keppninni eftir rúmt ár. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að tveir knattspyrnuáhugamenn hafa verið skotnir til bana á leið sinni á völlinn.

Fótbolti

Þungu fargi létt af Van Persie | Myndband

Robin Van Persie gerði mark fyrir Manchester United úr víti í dag en hann hefur ekki verið að finna markaskóna að undanförnu. Leikmaðurinn fagnaði því gríðarlega eins og sjá má á myndabandinu sem fylgir fréttinni.

Enski boltinn