Fótbolti

Átta stiga forysta Cardiff

Cardiff náði átta stiga forystu á toppi ensku B-deildarinnar með 2-0 sigri á Sheffield Wednesday í dag. Næstu tvö lið á eftir, Hull og Watford, töpuðu bæði sínum leikjum.

Enski boltinn

Mancini er mjög reiður

David Platt, aðstoðarstjóri Manchester City, segir að Roberto Mancini hafi ekki treyst sér í sjónvarpsviðtal strax eftir 2-0 tap sinna manna gegn Everton í dag.

Enski boltinn

Passa betur upp á boltann

Lars Lagerbäck lagði í gær línurnar fyrir landsleikinn gegn Slóveníu í næstu viku, er hann tilkynnti val sitt á landsliðinu. "Ég hef alltaf stefnt á sigur og geri það í þessum leik líka,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær.

Íslenski boltinn

Liverpool steinlá | Arsenal og Aston Villa unnu

Fjórum leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool gaf þá verulega eftir í baráttunni um Evrópusæti. QPR tapaði mikilvægum stigum í botnslagnum en talsvert bil er nú á milli þriggja neðstu liðanna og næstu liða fyrir ofan.

Enski boltinn

Höness: Van Gaal heldur að hann sé pabbi guðs

Uli Höness, forseti þýska félagsins Bayern München, hikaði ekki við að láta Louis van Gaal, fyrrum þjálfara liðsins, heyra það í viðtali við hollenska blaðið De Telegraaf. Það var svar Höness við því að Van Gaal montaði sig af því á dögunum að hann hefði lagt grunninn að góðu liði Bayern í dag með starfi sínu frá 2009 til 2011.

Fótbolti

FCK að slátra dönsku deildinni

Íslendingaliðið FCK vann dramatískan sigur, 2-1, á Horsens í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins. Það skoraði Claudemir. FCK er með 17 stiga forskot eftir leikinn og er algjörlega búið að rúlla upp dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Leonardo með bónorð í beinni

Leonardo, íþróttastjóri franska liðsins Paris Saint Germain, var mættur í viðtöl eftir að í ljós kom að PSG mætir Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það var dregið fyrr í dag. Hann mun þó minnast dagsins fyrir annað.

Fótbolti

De Gea valinn í spænska landsliðið

David De Gea, markvörður Manchester United, var valinn í spænska landsliðshópinn fyrir komandi leiki á móti Finnlandi og Frakklandi í undankeppni HM 2014. De Gea hefur verið valinn í hóp áður en á enn eftir að spila landsleik.

Fótbolti

Sonur Bebeto á leið til Juventus

Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði fæðingu sonar síns með eftirminnilegum hætti þegar hann skoraði mark í leik á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Nú er sonurinn á leið til Juventus á Ítalíu.

Fótbolti