Fótbolti

Zlatan: Ég hélt að hann héti Zlatan Arena

Sænski landliðsframherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu í gær í 4-2 sigri á Noregi í vináttulandsleik á Friends Arena en kappinn hefur farið á kostum á leikvanginum síðan að Svíar tóku hann í notkun.

Fótbolti

Kolbeinn fékk góða hjálp við að enda markaþurrkinn

Lengstu bið eftir marki á landsliðsferli Kolbeins Sigþórssonar lauk á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar hann fékk skráð á sig sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Færeyingum. Lengi vel héldu þó flestir að Birkir Bjarnason hefði skorað markið en svo var ekki.

Fótbolti

Tómas Ingi: Ótrúlega samrýndur hópur

"Fyrri hálfleikurinn var í raun fullkomin hjá okkur,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs Íslands, í viðtali í útvarpsþættinum Reitarboltinn á vefsíðunni www.433.is.

Fótbolti

Aron: Klinsmann sýndi mér meiri áhuga

Aron Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær fyrir bandaríska landsliðið er það vann flottan 4-3 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í Sarajevo. Aron kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins og var staðan þá 2-2 en hinn hálf íslenski átti ágætan leik. Bosníumenn komust í 2-0 í leiknum en Aron og félagar skoruðu þá fjögur mörk í röð.

Fótbolti

Von er á ákvörðun um framhaldið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann ætli sér að halda áfram þjálfun liðsins. Hann hefur komið liðinu á stórmót í tvígang.

Fótbolti

Myndasyrpa frá landsleikjum dagsins

Tveir landsleikir í knattspyrnu fóru fram hér á landi í dag og Ísland vann báða leikina. U-21 árs liðið gaf tóninn með því að valta yfir Hvít-Rússa, 4-1, í undankeppni EM þar sem Emil Atlason skoraði þrennu.

Fótbolti

Lagerbäck vildi ekki gera of mikið úr innkomu Eiðs Smára

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, vildi ekki gera alltof mikið úr innkomu Eið Smára Guðjohnsen í sigurleikinn á móti Færeyjum í kvöld þegar hann var spurður út í hann á blaðamannafundi í kvöld. Eiður Smári gerbreytti sóknarleik íslenska liðsins í seinni hálfleiknum og bjó til sigurmark íslenska liðsins.

Fótbolti

Fróði: Markvörðurinn okkar var frábær

"Þetta var ekki nógu gott af okkar hálfu. Við lékum ekki eins og við vildum og töpuðum boltanum oft klaufalega“ sagði Fróði Benjaminsen leikmaður Færeyja eftir 1-0 tapið gegn Íslandi í kvöld.

Fótbolti

Jóhann Berg: Förum til Sviss til að vinna

"Þetta var illa klárað hjá mér. Ég hefði átt að klára þetta færi en svona var þetta. Það er gott að þetta var æfingaleikur, næst þegar það er keppnisleikur þá skora ég,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson sem lék mjög vel fyrir Ísland í dag þó hann hafi farið illa með dauðafæri einn gegn markverði um miðjan seinni hálfleikinn.

Fótbolti

Eiður: Ég vil spila alla leikina

"Ég held að þetta hafi spilast nákvæmlega eins og við bjuggumst við. Það var ekki mikill hraði í leiknum og Færeyingar þokkalega skipulagðir og lítið svæði til að spila fram á við,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem lék mjög vel eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sigrinum á Færeyingum í kvöld.

Fótbolti

Kolbeinn: Boltinn fór í rassinn á mér

"Við fengum ekki þau mörk út úr þessum leik sem við vildum. Ég held ég hafi fengið þrjú dauðafæri og nokkrir aðrir líka,,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem fær mark Íslands gegn Færeyjum í kvöld skráð á sig.

Fótbolti

Lambert óvænt hetja Englands

Rickie Lambert, leikmaður Southampton, gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark enska landsliðsins gegn Skotum í kvöld. England vann 3-2 eftir að hafa lent tvívegis undir í leiknum.

Fótbolti

Umfjöllun og myndasyrpa: Ísland - Færeyjar 1-0

Ísland vann Færeyjar 1-0 í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Staðan að loknum bragðdaufum fyrri hálfleik var markalaus en innkoma Eiðs Smára Guðjohnsen breytti miklu fyrir íslenska liðið. Kolbeinn Sigþórsson fær skráð á sig sigurmarkið en skot Birkis Bjarnasonar fór af honum og í markið.

Fótbolti

Aron byrjar á bekknum í Bosníu

Aron Jóhannsson er á varamannabekknum hjá bandaríska landsliðinu í kvöld en liðið mætir þá Bosníu í vináttulandsleik í Sarajevo. Þetta er í fyrsta sinn sem Aron er með bandaríska landsliðinu eftir að hann tók ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið og spila þess í stað fyrir Bandaríkin.

Fótbolti