Fótbolti

766 mínútna bið Gylfa á enda

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í gær og innsiglaði með því sigur íslensku strákanna sem eru í öðru sæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gylfa á Laugardalsvellinum.

Íslenski boltinn

Drogba og félagar með annan fótinn á HM í Brasilíu

Fílabeinsströndin og Búrkína Fasó fögnuðu sigri í dag í fyrri leikjunum sínum í umspili Afríkuþjóða um sæti á HM í Brasilíu á næsta ári en eru engu að síður í ólíkri stöðu. Fílabeinsströndin vann þriggja marka sigur en Búrkína Fasó fékk á sig tvö mörk á heimavelli á móti Alsír.

Fótbolti

Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos

Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims.

Fótbolti

Raheem Sterling kallaður inn í enska landsliðið

Raheem Sterling, kantmaður Liverpool, er kominn til móts við enska landsliðið í fótbolta fyrir lokaleik liðsins í undankeppni HM 2014 sem verður á móti Póllandi á Wembley á þriðjudaginn. Sterling kemur inn fyrir Manchester United manninn Tom Cleverley sem er meiddur.

Fótbolti

Logi hættur með Stjörnuna

Logi Ólafsson mun ekki halda áfram að þjálfa lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta en þetta kom fyrst fram á vefmiðlinum 433.is í dag. Logi var bara eitt tímabil með Garðabæjarliðið en kom Stjörnumönnum í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Íslenski boltinn

Fannar varði tíu skot en það dugði ekki gegn Belgum

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 0-2 á móti Belgíu í undankeppni EM en riðill íslenska landsliðsins fer einmitt fram í Belgíu. Íslenska liðið hefur þar með aðeins eitt stig eftir tvio fyrstu leiki sína en Belgarnir eru komnir áfram þegar einn leikur er eftir.

Fótbolti

Fer Januzaj sömu leið og Paul Pogba?

Beppe Marotta, yfirmaður íþróttamála hjá ítalska félaginu Juventus, skilur ekki af hverju Manchester United er að taka áhættuna á því að missa ungstirnið Adnan Januzaj. Samningur Januzaj rennur út næsta sumar og það er mikill áhugi á leikmanninum meðal stærri klúbba sunnar í Evrópu.

Enski boltinn

Neymar skoraði beint úr aukaspyrnu í sigri Brassa

Brasilíumenn eru í góðum gír þessa dagana og unnu í dag 2-0 sigur á Suður-Kóreu í vináttulandsleik á Seoul World Cup leikvanginum í Suður-Kóreu. Þetta var þriðji öryggi sigur brasilíska landsliðsins í röð og Luiz Felipe Scolari, sem settist í þjálfarastólinn fyrir ári síðan, er greinilega að gera flotta hluti með liðið.

Fótbolti

Úrslitin svört eins og nóttin

"Úrslitin eru svört eins og nóttin“ sagði fréttavefur norska sjónvarpsins eftir 3-0 tap Norðmanna gegn Slóvenum í gærkvöldi. Þetta er stærsti ósigur Norðmanna í undankeppni HM og EM í áratug eða frá því að þeir töpuðu 3-0 fyrir Spánverjum í Osló í undankeppni EM 2003.

Fótbolti

Greta Mjöll hætt í fótbolta

Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul.

Íslenski boltinn

Kom Áströlum á HM en var rekinn í gær

Holger Osieck var í gær rekinn sem þjálfari ástralska landsliðsins eftir að Ástralar töpuðu 6-0 í vináttulandsleik á móti Frökkum í París í gær. Osieck hafði komið ástralska landsliðinu inn á HM í Brasilíu 2014 í sumar en forráðamönnum ástralska landsliðsins leyst ekki á blikuna eftir tvö 6-0 töp í röð í vináttulandsleikjum.

Fótbolti

Sækjum til sigurs í Osló

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck fagnaði góðum úrslitum í gærkvöldi þótt frammistaðan hafi oft verið betri. Enginn fékk gult spjald svo allir ættu að vera klárir í slaginn í stærsta leik karlaliðsins frá upphafi í Osló.

Fótbolti

Enn í okkar höndum

Eftir mikla þolinmæðisvinnu strákanna okkar lönduðu þeir 2-0 sigri gegn Kýpur á Laugardalsvelli í gær. Eurovision-umræða og tilheyrandi pressa hafði lítil áhrif.

Fótbolti

Kólumbía á HM eftir magnaða endurkomu

Kólumbía var í kvöld þrettánda þjóðin til þess að tryggja sér sæti á HM í Brasilíu á næsta ári þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Síle á heimavelli í Suður-Ameríkuriðlinum í undankeppni HM 2014. Það stig sem og tap Úrúgvæ í Ekvador þýðir að Kólumbíumenn eru komnir inn á HM alveg eins og Argentína.

Fótbolti

Ragnar: Vissum alltaf að við myndum skora

"Þetta var frábær spilamennska hjá öllu liðinu og við vorum að verjast sérstaklega vel í kvöld,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Kýpverjum í kvöld.

Fótbolti

Eiður Smári: Erum með betra lið en Kýpur

„Skyldusigur er kannski full gróft orð en þetta var vissulega sigur sem fólk mátti búast við miðað við styrkleika og stöðu í riðlinum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Fótbolti

Gylfi Þór: Ekki mitt fallegasta mark

„Þetta var skyldusigur til að halda okkur áfram í séns að komast í umspilið. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og vorum óheppnir að skora ekki fyrr," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Fótbolti

Þjóðverjar komnir á HM í átjánda sinn

Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimović tryggði Svíum annað sætið með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki.

Fótbolti