Fótbolti

Arsenal og Liverpool berjast um ungan Tyrkja

Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Liverpool eygja Hakan Calhanoglu sem leikur fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Calhanoglu er 19 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli.

Enski boltinn

Theodór Elmar í sigurliði

Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Esbjerg að velli 1-0 á heimavelli.

Fótbolti

Loksins sigur hjá Roma

Roma lagði Fiorentina 2-1 í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er fyrsti sigur Roma eftir fjögur jafntefli í röð en liðið er þremur stigum á eftir toppliði Juventus þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik á tímabilinu.

Fótbolti

Ancelotti: Di Maria verður ekki seldur

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid segir ekki koma til greina að selja Argentínumanninn Angel Di Maria sem hefur verið orðaður við Mónakó. Hann hefur einnig verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Fyrsti sigur Fulham síðan október

Fulham gerði sér lítið fyrir og skellti Aston Villa 2-0 á heimavelli sínum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Var það fyrsti sigur Fulham síðan 21. október og kom hann í öðrum leiknum eftir að knattspyrnustjórinn Martin Jol var látinn fara frá félaginu.

Enski boltinn

Eiður Smári skoraði fyrir Club Brugge

Eiður Smári Guðjohnsen fékk sjaldgæft tækifæri í byrjunarliði Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og íslenski landsliðsmaðurinn þakkaði fyrir það með því að skora annað mark liðsins í 3-0 sigri á Mechelen.

Fótbolti

Balotelli bjargaði stigi í lokin

Mario Balotelli skoraði bæði mörk AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Livorno á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Balotelli skoraði jöfnunarmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Gylfi fékk ekki margar mínútur í sigri Tottenham

Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður á 84. mínútu þegar Tottenham vann 2-1 útisigur á Sunderland í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir knattspyrnustjórann André Villas-Boas sem hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu.

Enski boltinn