Fótbolti

Eitt mark dugði Chelsea

Eden Hazard skoraði eina mark Chelsea í 1-0 sigri á Swansea á Stamford Bridge í dag. Með sigrinum fer Chelsea tímabundið upp fyrir Liverpool og Manchester City en þessi lið mætast á Etihad vellinum klukkan 17.30.

Enski boltinn

United sneri taflinu við á KC Stadium

Þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir þrettán mínútur náðu lærisveinar David Moyes að snúa taflinu við og næla í þrjú stig á útivelli. United hefur unnið þrjá leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Tekur Beckham fram skóna á ný?

Marcelo Claure, eigandi bólivísku meistaranna Bolivar ætlar að reyna að fá David Beckham til að spila með liðinu. Claure og Beckham eru að vinna saman við það að stofna nýtt lið í MLS deildinni sem verður staðsett í Miami.

Fótbolti

Starf Mackay enn í hættu

Starf Malky Mackay,knattspyrnustjóra Cardiff er ekki enn öruggt. Stjórnarformaður Cardiff City talaði við fjölmiðla í dag um að ef deilurnar fari ekki að leysast munu þeir neyðast til þess að finna nýjan stjóra.

Enski boltinn

Bjarni Þór vill losna úr herbúðum Silkeborg

Umboðsmaður Bjarna Þórs Viðarssonar, leikmanns Silkeborg, var í viðtali við Bold.dk þar sem kom fram að Bjarni væri óánægður í herbúðum liðsins og vildi komast í burtu frá félaginu. Bjarni sem er uppalinn hjá FH er úti í kuldanum hjá þjálfara liðsins.

Fótbolti

Barkley ekki til sölu

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton hefur gefið út einfalda yfirlýsingu. Ross Barkley, miðjumaður liðsins er ekki til sölu, sama hvert boðið er.

Enski boltinn

Moyes styður við bakið á Januzaj

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United telur að of mikið sé gert úr meintum leikaraskap Adnan Januzaj, leikmanni Manchester United. Januzaj sem skaust fram á sviðsljósið á þessu tímabili fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap um helgina.

Enski boltinn

Curbishley snýr aftur í enska boltann

Alan Curbishley, fyrrverandi knattspyrnustjóri Charlton og West Ham hefur verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi aðalliðs Fulham. Curbishley mun vinna með René Meulensteen, knattspyrnustjóra Fulham að því að halda sæti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Dempsey lánaður til Fulham

Eins og við var búist hefur framherjinn Clint Dempsey gert lánssamning við Fulham. Hann mun verða í láni hjá félaginu næstu tvo mánuðina en hann er leikmaður Seattle Sounders í Bandaríkjunum.

Enski boltinn

Mitt erfiðasta ár á ferlinum

Jürgen Klopp hefur fengið að kynnast því að þjálfarastarfið hjá Dortmund er ekki alltaf auðvelt. Hann hefur náð ótrúlegum árangri með liðið þrátt fyrir oft á tíðum erfitt starfsumhverfi.

Fótbolti

Fengu ekki mikla hjálp við flutningana til Portúgal

Helgi Valur Daníelsson segir portúgalskan fótbolta henta sér betur en hann hafi reiknað með. Menningin sé ólík því sem hann hafi átt að venjast áður sem atvinnumaður á Englandi, í Svíþjóð og Þýskalandi. Fólk geri helst ekki hluti í dag ef það geti gert þá á morgun.

Fótbolti