Fótbolti

KR Íslandsmeistari í 26. sinn

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær eftir sigur á Val 2-1. Liðið á enn tvo leiki eftir af tímabilinu og geta leikmenn liðsins nú andað léttar. Gary Martin gerði bæði mörk KR í leiknum.

Íslenski boltinn

Di Canio rekinn frá Sunderland

Sky fréttastofan greinir frá því að Paolo Di Canio hafi verið rekinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland nú í kvöld. Fréttir frá því fyrr í dag hermdu að hann fengi tvo leiki til viðbótar til að snúa gengi Sunderland en þær reyndust ekki á rökum reistar.

Enski boltinn

Rúnar: Breiður hópur lagði grunninn

„Það var í raun aðeins meiri ró yfir liðinu í dag, meira stress fyrir leikinn gegn Blikum á fimmtudaginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn árið 2013.

Íslenski boltinn

AZ steinlá á útivelli

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 68 mínúturnar fyrir AZ sem tapaði 3-0 fyrir NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Aron Jóhannsson lék allan leikinn í framlínu AZ.

Fótbolti

Eriksen: Ég valdi rétt

Danski leikstjórnandinn Christian Eriksen segist hafa valið rétt þegar hann valdi að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með í ágúst.

Enski boltinn

Van Persie: Get vel spilað með Rooney

Hollenski framherjinn Robin van Persie hjá Englandsmeisturum Manchester United er hæst ánægður með að hafa Wayne Rooney ennþá sér við hlið eftir óvissuna með framtíð enska sóknarmannsins í sumar.

Enski boltinn

Stoðsendingar Özil skutu Arsenal á toppinn

Arsenal lagði Stoke City að velli 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum tyllti Arsenal sér á topp deildarinnar en Tottenham getur náð liðinu að stigum seinna í dag. Mesut Özil lagði upp öll mörk Arsenal í leiknum.

Enski boltinn

Paulinho hetja Tottenham

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff máttu sætta sig við grátlegt tap, 0-1, gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Brasilíumaðurinn Paulinho sem skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.

Enski boltinn