
Formúla 1

Nico Rosberg stal ráspólnum óvænt
Það gerðist óvænt í tímatökum fyrir kappaksturinn í Barein í hádeginu að Nico Rosberg á Mercedes setti besta tíma og náði auðveldlega ráspól. Sebastian Vettel varð annar í Red Bull-bílnum.

Kimi fljótastur á æfingum í Barein
Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna.

Räikkönen er sama hvernig dekkin eru
Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga.

Verður kappakstrinum aflýst í þetta sinn?
Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1.

Kovalainen reynsluekur fyrir Caterham
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur verið endurráðinn til Caterham-liðsins sem tilraunaökuþór. Mun hann aka á föstudagsæfingum fyrir liðið í Barein síðar í vikunni.

Horner hafnar samsæriskenningum
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hafnar samsæriskenningum um að liðið hafi viljandi spillt kappakstrinum fyrir Mark Webber í Kína.

Eftirmálar formúlunnar í Kína
Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum.

Endamarkið: Góður sigur hjá Alonso
Það var Fernando Alonso á Ferrari sem vann kínverska kappaksturinn í Formúlunni sem fram fór í Sjanghæ í morgun.

Alonso vann í Kína
Ferrari-ökuþórinn Fernando Alonso vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæ í morgun eftir að Ferrari-liðið stillti upp frábærri keppnisáætlun. Finninn Kimi Raikkönen varð annar í Lotus-bílnum.

Webber færður aftast á ráslínu
Ástralinn Mark Webber þarf að ræsa aftastur í kínverska kappakstrinum í fyrramálið. Dómarar mótsins urðu að refsa honum þegar ekki tókst að taka nægilega stórt sýni úr eldsneytistanki Red Bull-bílsins.

Hamilton á ráspól en Vettel ók ekki
Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól í kínverska kappakstrinum á morgun eftir að hafa sett besta tíma í tímatökum í dag. Þetta er fyrsti ráspóll hans fyrir Mercedes.

Massa fljótastur á æfingum í Kína
Felipe Massa á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, varð þriðji en Kimi Raikkönen skildi þá að í öðru sæti.

Massa segir Ferrari eiga séns á titli
Brasilíumaðurinn Felipe Massa, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist handviss um að að Ferrari-liðið sé nógu öflugt til að berjast um heimsmeistaratitil á tímabilinu sem hafið er. Formúla 1 snýr aftur í Kína um næstu helgi.

Rush frumsýnd í haust – stiklan komin
Kappakstursmyndin Rush í leikstjórn Ron Howard verður frumsýnd 20. september. Myndin fjallar um epíska baráttu Niki Lauda og James Hunt um heimsmeistaratitilinn 1976, á gullöld Formúlu 1.

Vikan í F1 kostar minnst 230 milljónir króna
Marussia-liðið hefur gert stóran styrktarsamning við rússneska veðmálafyrirtækið Liga Stavok. Andy Webb, framkvæmdastjóri liðsins, vildi ekki gefa nánari upplýsingar um samninginn þegar hann yfirgaf hótelið í Moskvu en sagði hann auka fjárráð liðsins verulega.

Perez hefur ekki stigið feilspor
Mexíkaninn Sergio Perez hefur ekki gert nein mistök síðan hann gekk til liðs við McLaren í byrjun þessa árs, segir liðsstjórinn Martin Whitmarsh við breska mótorsporttímaritið Autosport.

Dekkin ekki endurskoðuð fyrr en eftir Barein
Ítalski dekkjaframleiðandinn Pirelli, sem sér öllum keppnisliðunum í Formúlu 1 fyrir dekkjum, ætlar ekki að endurskoða nálgun sína þetta árið fyrr en að kappakstrinum í Barein loknum. Flest liðin eru mjög ósátt með dekkin sem þau hafa fengið þetta árið.

Whitmarsh rólegur þrátt fyrir vandræði McLaren
Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er enn rólegur þó byrjun McLaren-liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska þetta árið. Liðið hefur aðeins skorað fjögur stig í fyrstu tveimur mótum ársins og er í sjöunda sæti í stigakeppni liða.

Briatore: Webber og Vettel verða að skilja
Samband liðsfélaganna hjá Red Bull er orðið svo vont að það getur ekki haldið áfram árið 2014, segir Flavio Briatore, fyrrverandi liðstjóri Renault og Benetton í Formúlu 1. Briatore hefur verið umboðsmaður Mark Webber síðan 2001.

Vettel verður látinn svara fyrir sig
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel er langt frá því að vera í góðum málum hjá Red Bull-liðinu eftir atburði helgarinnar. Vettel hundsaði skipanir liðsins og setti fullt hús stiga liðsins í hættu með því að berjast um sigur við Mark Webber, liðsfélaga sinn.

Svona fór Vettel að því að vinna
Það var mikill hasar í Malasíu í morgun er Sebastian Vettel tryggði sér mjög umdeildan sigur á félaga sínum, Mark Webber.

Webber sendi Vettel pillu eftir kappaksturinn
Það var æsilegur kappakstur í Malasíu í morgun þar sem Sebastian Vettel í rauninni stal sigrinum af félaga sínum Mark Webber þrátt fyrir fyrirskipanir liðsins um að halda sig fyrir aftan.

Vettel fyrstur og Webber annar í sigri Red Bull
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins.

Räikkönen refsað á ráslínu
Kimi Räikkönen hefur verið færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í malasíska kappakstrinum á morgun. Hann náði sjötta besta tíma í tímatökunum í morgun en ræsir nú tíundi.

Vettel langfljótastur í tímatökum í Malasíu
Sebastian Vettel ók hraðast allra umhverfis Sepang-brautina í Malasíu í morgun þegar tímatökur fóru fram fyrir kappaksturinn þar í landi. Red Bull-lið Vettels var í vandræðum í fystu tveimur lotum tímatökunnar áður en það fór að rigna og síðasta lotan var ekin í bleytu.

Räikkönen fljótastur á æfingum í Malasíu
Kimi Räikkönen á Lotus var fljótastur á seinni æfingunni í Malasíu sem fram fór í morgun. Hann var örlítið fljótari en Sebastian Vettel á Red Bull og Felipe Massa á Ferrari. Rigning setti strik í reikninginn á seinni æfingunni.

Räikkönen segir sigurinn engu breyta
Kimi Räikkönen segir Lotus-liðið sitt ekki ætla að breyta áætlunum sínum fyrir malasíska kappaksturinn aðeins vegna þess að hann er efstur í stigamótinu eftir sigurinn í Ástralíu.

Vettel segir Red Bull búið að leysa vandann
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina.

Hamilton ætlaði frekar að hætta
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt við breska götublaðið The Sun að Lewis Hamilton hafi frekar viljað hætta í Formúlu 1 en að aka eitt ár í viðbót fyrir McLaren. Hann hafi verið orðinn svo þreyttur á liðinu.

Rosberg vill rigningu í Malasíu
Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar.