Enski boltinn

Wenger hrifinn af Rússlandi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er staddur á Evrópumótinu og fylgist grannt með gangi mála. Hann segir að rússneska landsliðið hafi komið sér skemmtilega á óvart og er heillaður af spilamennsku liðsins.

Enski boltinn

Clichy framlengir við Arsenal

Arsenal hefur tilkynnt að vinstri bakvörðurinn Gael Clichy hafi skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið. Þessi 22 ára leikmaður kom til Arsenal frá Cannes í heimalandi sínu, Frakklandi, árið 2003.

Enski boltinn

Aghahowa farinn frá Wigan

Julius Aghahowa hefur fengið sig lausan frá Wigan Athletic. Hann lék 20 leiki með Wigan án þess að ná að skora. Aghahowa er nígerískur og hefur skrifað undir samning við liðið Kayserispor í Tyrklandi.

Enski boltinn

Man City leikur á Oakwell

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Manchester City muni leika heimaleik sinn í forkeppni UEFA-bikarsins á Oakwell vellinum. Oakwell er heimavöllur Barnsley.

Enski boltinn

Samskipti eigenda Liverpool orðin betri

George Gillett, annar eiganda Liverpool, segir að samskipti sín við hinn eiganda félagsins, Tom Hicks, séu orðin mun betri en þau voru. Þeir tveir töluðust varla við um tíma eftir ágreining sem kom upp fyrr á þessu ári.

Enski boltinn

McClaren ráðinn til Twente

Hollenska úrvalsdeildarliðið Twente hefur ráðið Steve McClaren sem þjálfara liðsins. McClaren er fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands en hann skrifaði undir samning til tveggja ára.

Enski boltinn

Beðið eftir Ronaldo

Forráðamenn Real Madrid segjast bíða eftir því að Ronaldo lýsi yfir áhuga sínum að leika með félaginu áður en það fer í samningaviðræður við Manchester United.

Enski boltinn

Milan: Adebayor eða enginn

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að félagið sé aðeins á höttunum eftir Emmanuel Adebayor hvað sóknarmenn varðar. Ef ekki hann þá mun félagið ekki kaupa sóknarmann í sumar.

Enski boltinn

Riise kominn til Roma

Vinstri bakvörðurinn John Arne Riise er genginn til liðs við ítalska liðið Roma. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins en Roma kaupir Riise á fjórar milljónir punda frá Liverpool.

Enski boltinn

Jo í eigu þriðja aðila

Það verður flóknara fyrir Manchester City að krækja í brasilíska sóknarmanninn Jo en ráð var gert fyrir. Ástæðan er sú að Jo er að hluta í eigu Kia Joorabchian, mannsins sem átti Carlos Tevez.

Enski boltinn