Enski boltinn

Owen missir líklega af leiknum við United

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, segir mjög ólíklegt að framherjinn Michael Owen geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Owen er ekki orðinn leikfær eftir meiðsli og verður því tæplega með gegn Manchester United á sunnudag.

Enski boltinn

Roy Keane tippar á Chelsea

Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, telur að Chelsea muni hampa Englandsmeistaratitlinum næsta sumar.

Enski boltinn

Mendes í viðræðum við Rangers

Portúgalski miðjumaðurinn Pedro Mendes hjá Portsmouth er nú í viðræðum við skoska félagið Glasgow Rangers eftir að Portsmouth samþykkti um 3 milljón punda kauptilboð í hann.

Enski boltinn

Agbonlahor framlengir við Aston Villa

Gabriel Agbonlahor, leikmaður Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár. Þessi 21 árs gamli framherji er að nálgast 100 leikja markið hjá Villa eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með félaginu árið 2006. Hann skoraði eitt marka Villa í 4-1 sigrinum á FH í gærkvöld.

Enski boltinn

Newcastle semur við Coloccini

Argentínski landsliðsmaðurinn Fabricio Coloccini hefur gert fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Coloccini var áður hjá Deportivo hjá Spáni, en kaupverðið á þessum 26 ára gamla varnarmanni hefur ekki verið gefið upp.

Enski boltinn

Hull keypti Gardner

Hull hefur staðfest að félagið sé búið að kaupa varnarmanninn Anthony Gardner frá Tottenham á 2,5 milljónir punda. Þessi 27 ára miðvörður kom upphaflega til Hull á lánssamningi.

Enski boltinn

Man City tapaði heima fyrir Midtjylland

Óvæntustu úrslit kvöldsins í UEFA bikarnum voru án vafa tap Manchester City á heimavelli gegn danska liðinu Midtjylland 0-1. Danska liðið tók forystuna eftir fimmtán mínútna leik eftir mistök Richard Dunne.

Enski boltinn

Mutu þarf að greiða Chelsea tvo milljarða

Alþjóða Knattspyrnusambandið hefur skipað rúmenska framherjanum Adrian Mutu að greiða Chelsea á Englandi um tvo milljarða í miskabætur. Mutu var látinn fara frá félaginu árið 2004 eftir að hafa orðið uppvís af kókaínneyslu.

Enski boltinn

Carew framlengir við Villa

Norski framherjinn John Carew hjá Aston Villa hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn til ársins 2011. Carew var markahæsti leikmaður Villa á síðustu leiktíð með 13 mörk.

Enski boltinn

Hoyte í viðræðum við Boro

Arsenal hefur samþykkt kauptilboð Middlesbrough í bakvörðinn Justin Hoyte og er hann nú á leið í viðræður við félagið um samning. Hoyte er 23 ára gamall og hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal.

Enski boltinn

Chelsea gefst ekki upp á Robinho

Peter Kenyon telur að Chelsea eigi enn möguleika á því að landa brasilíska sóknarmanninum Robinho frá Real Madrid. Chelsea bauð 19,7 milljónir punda í leikmanninn í síðustu viku en því var hafnað.

Enski boltinn

Vassell úr leik hjá City

Framherjinn Darius Vassell hjá Manchester City verður frá keppni næstu tíu vikurnar eða svo eftir að hafa meiðst á hné í æfingaleik um helgina.

Enski boltinn

Lampard framlengir við Chelsea

Enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Lampard var m.a. orðaður við Inter Milan í sumar, en hefur nú ákveðið að leika áfram með Lundúnaliðinu.

Enski boltinn

Bale framlengir við Tottenham

Walesverjinn ungi Gareth Bale hjá Tottenham hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem bindur hann til ársins 2012. Samningurinn er eins árs framlenging á fyrri samningi.

Enski boltinn

Arsenal í vanda fyrir Evrópuleik

Arsene Wenger er strax farinn að sjá eftir því að hafa ekki styrkt lið sitt meira í sumar. Hann stendur nú frammi fyrir því að vera án níu leikmanna fyrir evrópuleikinn gegn FC Twente í kvöld.

Enski boltinn

Berbatov að færast nær United?

Fréttasíður á Englandi eru uppfullar af fréttum af búlgarska sóknarmanninum Dimitar Berbatov. Talað er um að Manchester United sé að færast nær því að klófesta leikmanninn.

Enski boltinn

Anthony Annan eftirsóttur

Arsenal og Manchester United hafa áhuga á miðjumanninum Anthony Annan samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sky. Þessi 22 ára landsliðsmaður frá Gana hefur æft með Blackburn undanfarna viku.

Enski boltinn

Reading komst áfram

Í kvöld hófst keppni í ensku deildabikarkeppninni en fjöldi leikja í 1. umferð voru á dagskrá. Íslendingaliðið Reading komst í aðra umferð með 2-1 sigur á Dagenham & Redbridge 2-1.

Enski boltinn

Man Utd bauð í David Silva

Spænska félagið Valencia hafnaði í dag tilboði frá Manchester United í sóknarmanninn David Silva. Félagaskiptaglugganum verður lokað um næstu mánaðamót en Sir Alex Ferguson vill bæta sóknarmanni við hóp sinn.

Enski boltinn

Ivan Campo til Ipswich

Ipswich hefur fengið Ivan Campo, fyrrum leikmann Bolton. Campo hefur skrifað undir tveggja ára samning við Ipswich sem leikur í ensku 1. deildinni. Hann kemur á frjálsri sölu.

Enski boltinn

Carlos Cuellar til Aston Villa

Aston Villa hefur komist að samkomulagi við Glasgow Rangers um kaupverðið á spænska varnarmanninum Carlos Cuellar. Þessi 26 ára leikmaður kostar Villa 7,8 milljónir punda.

Enski boltinn

Möguleiki að Barry komi með til Íslands

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að komi vel til greina að Gareth Barry, leikmaður félagsins, komi með til Íslands þar sem liðið mætir FH í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar á fimmtudaginn.

Enski boltinn