Enski boltinn

Bellamy ekki til sölu

Íslendingafélagið West Ham segir að Craig Bellamy, leikmaður liðsins, sé ekki til sölu. Manchester City er sagt hafa áhuga á kappanum.

Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Það var mikið fjör á Englandi um helgina og nóg af athyglisverðum úrslitum. Arsenal tapaði óvænt fyrir Fulham, nýliðar Stoke gerðu sér lítið fyrir og unnu Aston Villa og þá tapaði Tottenham aftur.

Enski boltinn

Ferdinand færist nær Sunderland

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, hefur staðfest að félagið hafi tekið tilboði Sunderland í varnarmanninn Anton Ferdinand. West Ham tapaði fyrir Manchester City í gær en Ferdinand lék ekki þann leik þar sem hann er að jafna sig eftir meiðsli.

Enski boltinn

Heiðar með Bolton á morgun

Heiðar Helguson segist ekki vita til þess að hann sé á förum frá Bolton. Hann verður í byrjunarliðinu er Bolton mætir Northampton í ensku deildarbikarkeppninni á morgun.

Enski boltinn

Hermann víkur fyrir Traore

Eftir því sem kemur fram í The Sun í dag verður Armand Traore í byrjunarliði Portsmouth gegn Manchester United í kvöld á kostnað Hermanns Hreiðarssonar.

Enski boltinn

City vann West Ham

Manchester City lagði West Ham 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag en öll mörkin komu í seinni hálfleik. Seint í fyrri hálfleik missti West Ham mann af velli þegar Mark Noble fékk að líta sitt annað gula spjald.

Enski boltinn

Deco tryggði Chelsea sigur

Chelsea vann 1-0 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eina mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu en það skoraði portúgalski miðjumaðurinn Deco beint úr aukaspyrnu.

Enski boltinn

Fabregas vill fá Alonso í Arsenal

Cesc Fabregas segir að það yrði frábært fyrir Arsenal að fá miðjumanninn Xabi Alonso frá Liverpool. Arsene Wenger hefur áhuga á því að fá Alonso samkvæmt fréttum frá Englandi.

Enski boltinn

Bolton snýr sér að Bullard

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, ætlar að reyna að fá Jimmy Bullard frá Fulham. Hann hefur hinsvegar gefist upp á því að reyna að fá James Harper, miðjumann Reading.

Enski boltinn

Fulham vann Arsenal

Fulham bar sigurorð af Arsenal, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var norski varnarmaðurinn Brede Hangeland sem skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi á 21. mínútu leiksins.

Enski boltinn

Shevchenko farinn aftur til AC Milan

Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko er farinn aftur til AC Milan eftir misheppnaða dvöl hjá Chelsea þar sem hann skoraði aðeins níu mörk á tveimur tímabilum. Kaupverð er ekki gefið upp en ljóst er að það er langt undir þeim 30 milljónum punda sem Chelsea borgaði fyrir hann fyrir tveimur árum.

Enski boltinn

Arsenal marki undir í hálfleik

Fulham hefur yfir, 1-0, gegn Arsenal í hálfleik í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norski varnarmaðurinn Brede Hangeland skoraði markið á 21. mínútu með skoti af stuttu færi.

Enski boltinn

Sunderland vann Tottenham - Gerrard tryggði Liverpool sigur

Sunderland vann óvæntan sigur á Tottenham, 2-1, á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni. Franski framherjinn Djibril Cisse skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik. Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool gegn Middlesbrough þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Enski boltinn

Fljótasti maður heims heldur með Stoke

Hlaupagarpurinn Usain Bolt, sem hefur unnið til þriggja gullverðlauna og sett þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking, heldur með Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. ástæðan er sú að Ricardo Fuller, einn af hans bestu vinum, leikur með liðinu.

Enski boltinn

Telur ólíklegt að United bæti við sig

Sir Alex Ferguson viðurkennir að vera ekki bjartsýnn á að Manchester United muni bæta við sig leikmanni fyrir lokun félagaskiptagluggans. Evrópumeistararnir hafa haft hægt um sig og ekki keypt neinn leikmann í sumar.

Enski boltinn