Enski boltinn

Portsmouth fær varnarmann

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur gengið frá lánssamningi við varnarmanninn Nadir Belhadj frá franska liðinu Lens. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Alsír.

Enski boltinn

Liverpool semur við ungan Brassa

Liverpool hefur gengið frá samningi við framherjann Vitor Flora sem er 18 ára gamall og kemur frá Brasilíu. Hann var með lausa samninga hjá liði Botafogo en er með ítalskt vegabréf og þarf því ekki að verða sér út um atvinnuleyfi.

Enski boltinn

Ferreira í viðræðum við West Ham

Bakvörðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea er í viðræðum við West Ham með möguleg félagaskipti í huga samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Ferreira er 29 ára og hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea að undanförnu.

Enski boltinn

City með tilboð í Berbatov?

Nú er farið að hitna í kolunum á leikmannamarkaðnum á Englandi, en félagaskiptaglugginn lokar um miðnætti í kvöld. Heimildir Sky fréttastofunnar herma að Manchester City hafi óvænt gert yfir 30 milljón punda kauptilboð í Dimitar Berbatov hjá Tottenham, en hann hefur verið orðaður við Manchester United í margar vikur.

Enski boltinn

Torres fer í myndatöku í dag

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool fer í myndatöku í dag þar sem lagt verður mat á meiðslin sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Aston Villa í gær.

Enski boltinn

Corluka til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk nú rétt í þessu frá kaupum á króatíska landsliðsmanninum Vedran Corluka frá Manchester City. Corluka er bakvörður, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Enski boltinn

Pavlyuchenko samdi til fimm ára

Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko gekk í dag formlega í raðir Tottenham á Englandi fyrir 14 milljónir punda og skrifaði undir fimm ára samning. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Spartak í Moskvu. Pavlyuchenko vann sér það helst til frægðar að skora tvívegis fyrir Rússa í landsleik gegn Englendingum fyrir ári síðan.

Enski boltinn

Heiðar orðaður við Norwich

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Bolton er í dag orðaður við lið Norwich í ensku B-deildinni. Breska blaðið Evening Standard greinir frá því í dag að Heiðar verði lánaður frá Bolton út leiktíðina, en sagt er að Charlton og Ipswich séu einnig á höttunum eftir honum.

Enski boltinn

Aftur vann City 3-0

Manchester City vann í dag sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 3-0. Í þetta sinn gegn Sunderland.

Enski boltinn

Auðvelt hjá Arsenal

Arsenal vann í dag 3-0 sigur á Newcastle á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Robin van Persie skoraði tvö fyrstu mörk liðsins og Denilson það þriðja.

Enski boltinn

Hermann á bekknum

Hermann Hreiðarsson þarf aftur að víkja fyrir Armand Traore hjá Portsmouth en Grétar Rafn Steinsson er á sínum stað í byrjunarliði Bolton.

Enski boltinn

Chelsea mætir Portsmouth

Dregið var í 32-liða úrslit í ensku deildarbikarkeppninni í dag. Meistarar Tottenham mæta Newcastle og Chelsea mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

Enski boltinn

Obinna til Everton

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Obinna er kominn til Everton. Þessi 21. árs leikmaður kemur á eins árs lánssamningi til að byrja með en Everton fær síðan forkaupsrétt á honum.

Enski boltinn