Enski boltinn

Moyes heldur ótrauður áfram

David Moyes ætlar ekki að leggja árar í bát þó liði hans Everton hafi mistekist að komast í riðlakeppni Uefa bikarsins þegar það tapaði fyrir Standard Liege í gær.

Enski boltinn

Meiðsli Drogba ekki alvarleg

Meiðsli Didier Drogba eru ekki eins alvarleg og óttast var eftir að hann var borinn af velli í viðureign félagsins gegn Cluj í Meistaradeild Evrópu í gær.

Enski boltinn

Meiðsli Rooney ekki alvarleg

Ökklameiðsli framherjans Wayne Rooney hjá Manchester United eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og mun hann verða klár í slaginn með enska landsliðinu fyrir leikina 11. og 15. október.

Enski boltinn

Benitez hættur að hræra

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur gefið til kynna að hann ætli að hætta að hræra í byrjunarliði sínu til að reyna að viðhalda stöðugleika. Hann hefur verið gagnrýndur mikið fyrir að nota of mikið af leikmönnum á liðnum árum.

Enski boltinn

Keane lofar fleiri mörkum

Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane náði loksins að opna markareikning sinn fyrir Liverpool í gær þegar hann skoraði í 3-1 sigri liðsins á PSV í Meistaradeildinni.

Enski boltinn

Milljarðamenn klára svona færi

Framherjinn Dimitar Berbatov er ekki frægur fyrir að brosa mikið á knattspyrnuvellinum, en margir furðuðu sig á því að hann væri enn með skeifuna sína frægu eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir nýja liðið sitt í gær.

Enski boltinn

Scholes úr leik í 10 vikur

Hnémeiðsli Paul Scholes hjá Manchester United eru alvarlegri en talið var í fyrstu og nú hefur verið staðfest að Scholes verði frá keppni næstu tíu vikurnar eða allt fram í desember.

Enski boltinn

Scholes missir úr 6-8 vikur

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist óttast að miðjumaðurinn Paul Scholes muni verða frá keppni næstu 6-8 vikurnar. Scholes var borinn af velli í leik United gegn Álaborg í Meistaradeildinni í gær og er með skaddað liðband í hné.

Enski boltinn

Reading vann toppliðið

Reading gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann 3-0 útisigur á Wolves í ensku 1. deildinni. Úlfarnir voru ósigraðir fyrir leikinn í kvöld.

Enski boltinn

Scholes borinn af velli

Paul Scholes fór af velli eftir aðeins stundarfjórðung í leik AaB frá Álaborg og Manchester United í Meistaradeildinni. Hann varð fyrir klaufalegri tæklingu Thomas Augustinussen.

Enski boltinn

Newcastle á tilboði?

Breska sjónvarpið segist hafa heimildir fyrir því að Mike Ashley eigandi Newcastle hafi slegið verulega af upphaflegu kaupverði sem hann vildi fá fyrir félagið.

Enski boltinn

Það á að reka Styles

Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að vítaspyrnudómur Rob Styles í leik Man Utd og Bolton um helgina hafi verið "djöfullegur" og að enska knattspyrnusambandinu væri hollast að reka Styles undir eins.

Enski boltinn