Enski boltinn

Smalling og Huntelaar fengu gríðarlegt höfuðhögg

Chris Smalling varnarmaður enska landsliðsins og Englandsmeistaraliðs Manchester United lenti í miklu samstuði á Wembley í gærkvöld í vináttuleik gegn Hollendingum. Eins og sjá má á myndinni fengu hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar og Smalling báðir gríðarlegt höfuðhögg þegar þeir skullu saman þegar sá fyrrnefndi skoraði annað mark Hollands í 3-2 sigri liðsins.

Enski boltinn

Tevez fær annan varaliðsleik

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez spila aftur með varaliði Manchester City í dag eftir að hann þótti ekki standa sig nógu vel í leik með varaliðinu nú á þriðjudaginn. Þá spilaði hann í 45 mínútur og náði aðeins einu skoti að marki.

Enski boltinn

Parker verður fyrirliði enska landsliðsins í kvöld

Fréttastofur Sky og BBC hafa heimildir fyrir því að Scott Parker, miðjumaður Tottenham, verði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum á móti Hollandi í kvöld en tvær af bestu knattspyrnuþjóðum heims mætast þá í vináttulandsleik á Wembley. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Enski boltinn

Carragher setur stefnuna á Meistaradeildina

Liverpool tryggði sér um helgina þátttökurétt í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð með því að bera sigur úr býtum í enska deildabikarnum. En Carragher vill komast í Meistaradeildina og festa liðið í sessi þar.

Enski boltinn

Fótboltadómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella

Mistök dómara eru oftar en ekki helsta umræðuefnið eftir fótboltaleiki. Það er áhugavert að rýna í niðurstöður af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á störfum atvinnudómara í efstu deildum á Englandi. Dómarar hafa rétt fyrir sér í 92,3% tilfella og aðstoðardómararnir eru með enn betri tölfræði á bak við sig. Þeir hafa rétt fyrir sér í 99,3% tilvika.

Enski boltinn

John Henry ánægður með Kenny Dalglish

John Henry, eigandi Liverpool, var vitanlega hæstánægður með að félagið hafi borið sigur úr býtum í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fyrsti titill félagsins síðan að Henry tók við félaginu árið 2010.

Enski boltinn

Tíu milljarða hagnaður Arsenal

Arsenal hagnaðist vel á sölu þeirra Cesc Fabregas og Samir Nasri en félagið hefur tilkynnt hagnað upp á tæpa tíu milljarða króna fyrir fyrri hluta núverandi rekstrarárs, frá maí til nóvember 2011.

Enski boltinn