Skoðun

Fréttamynd

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt

Ólafur Margeirsson

Þegar fólk hættir að vinna minnka tekjur þess. Hversu mikið er einstaklingsbundið og fer eftir t.d. tekjum og lífeyrissparnaði. Meðalheildarlaun fólks í fullu starfi á mánuði voru um 984.000kr. árið 2024. Á sama tíma voru meðalheildartekjur fólks á ellilífeyrisaldri um 790.000 á mánuði eða um 20% lægri, tæplega 200.000kr á mánuði.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hlustum í eitt skipti á for­eldra

Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta.

Skoðun
Fréttamynd

Notkun ökkla­banda

Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Skólaskætingur

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Ný sókn í mennta­málum

Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­morð, fálmandi mjálm eða að­gerðir?

Vesturlönd stæra sig af hugmyndum um jöfnuð, jafnræði, lýðræði og mannréttindi sem hampað er á tyllidögum og mynda kjarnann í starfi fjölda alþjóðastofnana sem virka einfaldlega ekki. Þessar hugmyndir þróuðust meðfram kapítalisma og nýlendustefnu sem byggjast á ofbeldi gagnvart umhverfi jafnt sem mannlegu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Er Akur­eyri að missa há­skólann sinn?

Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Mestu aularnir í Vetrar­brautinni

Geimsjónaukar á braut um jörðina hafa gert okkur kleift að uppgötva yfir sex þúsund reiknistjörnur í öðrum sólkerfum. Í sumum þeirra hefur vísindafólki meira að segja tekist að mæla efnasamsetningu í lofthjúp reikistjarnanna í leit að vísbendingum um mögulegt líf. Hvað myndu háþróaðar vitsmunaverur í 100 ljósára fjarlægð sjá ef þær gerðu sams konar mælingar á jörðinni í dag?

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum

Íslenska ríkið og sveitarfélögin eyða um 100 milljörðum króna árlega í að "laga" afleiðingar þess að við gripum ekki börn í vanda nógu snemma. Þetta er næstum þrjú prósent af vergri landsframleiðslu, svipuð upphæð og öll framlög ríkisins til vegamála, löggæslu og dómskerfisins samanlagt.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir­líking vitundar og hætturnar sem henni fylgja

Nú er ekki langt í að við stöndum frammi fyrir gervigreind sem virðist, á yfirborðinu, búa yfir meðvitund. Hún talar við okkur á venjulegu tungumáli, man eftir fyrri samskiptum, segir frá eigin „tilfinningum“ og jafnvel „vilja“.

Skoðun
Fréttamynd

Andaðu ró­lega elskan...

Framkvæmdastjóri SFS, skrifaði nýlega grein þar sem hún leggur til að við sýnum stillingu og „öndum rólega“ þegar eldislax finnst í íslenskum ám.

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­virkni líkama og vitundar til heil­brigðis

Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir

Stafbókarverkefnið hefur á innan við ári orðið raunverulegur hluti af kennslu í íslenskum framhaldsskólum. Það er nú þegar notað í 11 skólum víðs vegar um landið, bæði á landsbyggðinni, á höfuðborgarsvæðinu og á starfsbrautum. Þetta sýnir að verkefnið er ekki lengur á frumstigi, heldur valkostur sem kennarar hafa tekið í notkun og lýst ánægju með.

Skoðun
Fréttamynd

Kópavogsleiðinn

Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS. Skólarnir fengu ekki einu sinni að byrja áður en bæjarstjórinn í Kópavogi var stokkinn fram á völlinn og hrópaði af Hamraborginni að í hans bæ héti mælitækið samræmt próf, sem eins og nafnið gefur til kynna, væri í senn bjarghringur og markúsarnet sökkvandi skólakerfis.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf sem skilar raun­veru­legum loftslagsaðgerðum

Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða.

Skoðun
Fréttamynd

Lærum að lesa og reikna

Hlutverk grunnskóla er skýrt: að kenna börnum að lesa, reikna og hugsa. Að undirbúa þau til þátttöku í lýðræðissamfélagi þar sem þau geta gagnrýnt og myndað sér upplýstar skoðanir og viðhorf til hinna ýmsu mála.

Skoðun