Sport

Shaq sektaður um fjórar milljónir

Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina.

Körfubolti

Löwen í beinni í kvöld

Handknattleiksmenn í Þýskalandi komast loksins í jólafrí í kvöld þegar síðustu leikir ársins í þýsku úrvalsdeildinni fara fram.

Handbolti

Hiddink getur ekki komið Chelsea til bjargar

Hollendingurinn Guus Hiddink á enga möguleika á því að losa sig frá stöðu landsliðsþjálfara Tyrklands fari svo að Roman Abramovich leiti til hans. Það er farið að hitna undir Carlo Ancelotti á Stamford Bridge eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu en umboðsmaður Guus Hiddink segir að þjálfarinn sé fastur í sínu starfi í Tyrklandi.

Enski boltinn

Walcott: Við verðum að gleyma sigrinum á móti Chelsea

Arsenal-menn fá ekki langan tíma til þess að njóta sigursins á Chelsea í fyrrakvöld því liðið mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Theo Walcott spilaði stórt hlutverki í sigrinum á nágrönnunum í Norður-London og segir að leikurinn í kvöld sem alveg eins mikilvægur og stórleikurinn á mánudagskvöldið.

Enski boltinn

Balotelli: Ég er alltaf ánægður - líka þótt ég brosi ekki

Mario Balotelli skoraði þrennu fyrir Manchester City í 4-0 stórsigri á Aston Villa í gær en fyrr um daginn voru fjölmiðlar uppteknir af því að strákurinn væri að deyja úr heimþrá. Balotelli hefur skorað 8 mörk í 11 leikjum fyrir City en hann er ekki mikið að fagna þessum mörkum sínum sem mörgum þykir undarlegt.

Enski boltinn

Cech pirraður út í sóknarmenn Chelsea: Rangstæðir í hverri sókn

Petr Cech, markvörður Chelsea, er viss um að stjórinn Carlo Ancelotti geti snúið við slæmu gengi liðsins en ensku meistararnir hafa aðeins náð í sex stig út úr síðustu átta deildarleikjum og sitja ekki lengur í Meistaradeildarsæti. Þeir geta reyndar bætt úr því á móti Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton í kvöld.

Enski boltinn

Logi stiga- og frákastahæstur í útisigri Solna

Logi Gunnarsson var með 15 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta þegar Solna Vikings vann 71-65 útisigur á ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Solna hefur unnið 9 af 18 leikjum sínum og er í 6. sæti deildarinnar.

Körfubolti

Sky Sports: Man City að vinna í því að kaupa Dzeko

Manchester City ætlar sér að kaupa einn heitasta sóknarmann þýsku deildarinnar í janúar ef marka má fréttir Sky Sports. Edin Dzeko, leikmaður Wolfsburg, hefur verið orðaður við mörg stórlið á síðustu misserum þar á meðal AC Milan og Juventus en City-menn ætla sér nú að krækja í kappann.

Enski boltinn

NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio

Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto.

Körfubolti

Íris Ásta: Alltaf gaman að vinna Fram

„Þetta er mjög sætur sigur og það er alltaf gaman að vinna Fram,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir úr liði Vals eftir sigur liðsins á Fram í úrslitum deildarbikar kvenna í handbolta, 22-23, í kvöld. Íris Ásta fór fyrir liði Vals og skoraði alls sex mörk í kvöld.

Handbolti

Atli: Fórum illa með gott tækifæri á titli

„Það er mjög svekkjandi að hafa tapað þessum leik og við fórum illa með gott tækifæri á titli,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tap liðsins gegn FH í úrslitum deildarbikars karla í handbolta, 26-29.

Handbolti

Hlynur besti leikmaður sænsku deildarinnar samkvæmt tölfræðinni

Hlynur Bæringsson hefur spilað afar vel með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og er eins og er efstur í fráköstum í deildinni og meðal efstu mann í bæði stigum og stoðsendingum. Hann er líka sá leikmaður sem skilar mestu til síns liðs í deildinni og er því samkvæmt tölfræðinni besti leikmaður deildarinnar.

Körfubolti