Sport

Hodgson: Nýt enn stuðnings leikmanna

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segist enn njóta stuðnings leikmanna sinna hjá félaginu. Liverpool tapaði í gær fyrir Wolves á heimavelli, 1-0, og er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Moratti þakkar Mourinho

Þrátt fyrir erfiðleika í vetur er Massimo Moratti, forseti Inter, stoltur maður í lok árs 2010. Hann er sérstaklega ánægður með gamla þjálfarann sinn, Jose Mourinho.

Fótbolti

Guðjón Þórðarson: Ég kaupi það ekki að Eiður sé ekki „fitt“

Guðjón Þórðarson var gestur í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær þar sem hann ræddi m.a. um Eið Smára og Stoke City. Guðjón, sem var knattspyrnustjóri hjá Stoke á sínum tíma setur spurningamerki við ýmsar ákvarðanir Tony Pulis sem hefur "fryst" Eið Smára á varamannabekknum frá því hann kom til liðsins í haust. Viðtalið við Guðjón má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Enski boltinn

Hodgson: Gerrard er ekki meiddur

Tímabilið hefur ekki verið skemmtilegt fyrir Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool. Hann hefur verið mikið meiddur og virtist hafa meiðst á ný í leiknum gegn Wolves í gær.

Enski boltinn

Tony Pulis ætlar ekki að reyna að fá David Beckham

Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur lokað á þann möguleika á að David Beckham komi á láni til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í næstu viku. Beckham er búinn að klára tímabilið með bandaríska liðinu LA Galaxy og er að leita sér að liði í Evrópu.

Enski boltinn

Læknir og þjálfari Flensborg: Knudsen ætti ekki að spila á HM

Það er enn óvissa í kringum það hvort danski línumaðurinn Michael Knudsen geti spilað með á HM í handbolta Svíþjóð. Knudsen er að stíga upp úr erfiðum hnémeiðslum og læknir og þjálfari Flensborg eru á því að hann sé ekki klár í að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tvær vikur.

Handbolti

Fabregas benti á ósamræmi hjá dómurum á twitter-síðu sinni

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, tók út leikbann þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann vildi eins og aðrir Arsenal-menn fái víti á lokamínútunum þegar James McArthur, varnarmaður Wigan, varði aukaspyrnu Samir Nasri með hendinni. Dómari leiksins dæmdi hinsvegar ekkert og Arsenal sá á eftir tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Tíu fallegustu mörkin

Frábær tilþrif hafa sést í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á fyrri hluta keppnistímabilsins. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason umsjónarmenn Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport 2 hafa valið 10 fallegustu mörkin það sem af er tímabilinu. Smellið á hnappinn hér fyrir ofan.

Enski boltinn

Bale: Tottenham getur orðið enskur meistari

Gareth Bale hjá Tottenham er viss um það að liðið geti orðið enskur meistari á þessu tímabili. Tottenham hefur staðið sig frábærlega á leiktíðinni til þessa, bæði í deild og Evrópukeppni og það er ekki síst að þakka eimreiðinni á vinstri vængnum.

Enski boltinn

Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband

Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju.

Körfubolti

Ancelotti: Þessi sigur heldur okkur inn í titilbaráttunni

Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, var mikið létt eftir 1-0 sigur liðsins á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur liðsins í sjö leikjum og hann endaði versta gengi liðsins síðan 1999. Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester United.

Enski boltinn

NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð

Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas.

Körfubolti

Macheda verður lánaður til Ítalíu

Það bendir flest til þess að ítalski framherjinn, Federico Macheda, verði lánaður frá Man. Utd til liðs á Ítalíu í janúar. Leikmaðurinn vill ólmur fá að spila meira og hefur ekki nýtt tækifærin sín hjá Man. Utd nægilega vel.

Enski boltinn

Enn einn tapleikur CB Granada

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig er lið hans, CB Granada, tapaði fyrir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 86-79.

Körfubolti