Handbolti

Nielsen: Stoltur yfir því að geta náð í Ólaf Stefánsson til AG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson spilar í ermalausum bol á næstu leiktíð.
Ólafur Stefánsson spilar í ermalausum bol á næstu leiktíð. Mynd/DIENER
Jesper "Kasi" Nielsen er í skýjunum með bikarmeistaratitil AG Kaupamannahöfn í vikunn en hann er jafnframt farinn að huga að sóknarfærum liðsins á næsta tímabili. Nielsen vill sjá AG-liðið komast í hóp þeirra bestu í heimi og það strax á næstu leiktíð.

„Markmiðið er að geta verið með lið sem getur komist í undanúrslitin í Meistaradeildinni og vera þar með eitt af fjórum bestu félagsliðunum í heimi. Við stefnum þangað strax á næsta tímabili," sagði Jesper Nielsen við sporten.tv2.dk.

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason spila báðir með AG-liðinu í vetur og Ólafur Stefánsson bætist síðan í hópinn á næsta tímabili.

„Ég er ótrúlega stoltur af því að geta boðið upp á einn allra besta handboltamann heims í dönskum handboltahöllum," sagði skartgripasalinn skrautlegi aðspurður um komu Ólafs Stefánssonar til AG.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×