Handbolti

Læknir og þjálfari Flensborg: Knudsen ætti ekki að spila á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Knudsen skorar hér á móti Króötum á EM.
Michael Knudsen skorar hér á móti Króötum á EM. Mynd/AFP
Það er enn óvissa í kringum það hvort danski línumaðurinn Michael Knudsen geti spilað með á HM í handbolta Svíþjóð. Knudsen er að stíga upp úr erfiðum hnémeiðslum og læknir og þjálfari Flensborg eru á því að hann sé ekki klár í að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tvær vikur.

„Læknirinn okkar hefur ráðlagt honum að vera ekki með á HM. Michael Knudsen er ekki hundrað prósent klár og þannig er bara staðan," sagði Ljubomir Vranjes, sænski þjálfarinn hjá Flensborg.

„Ég held að læknar danska liðsins komist alveg að sömu niðurstöðu að það sé ekki sniðugt fyrir Knudsen að vera með á HM," sagði Vranjes en Knudsen er nýbyrjaður að spila aftur eftir að hann meiddist illa á hné á Evrópumótinu í Austurríki í byrjun þessa árs.

„Menn geta auk þess ekki ætlast til mikils af Michael Knudsen því hann er ekki sami leikmaður og hann var fyrir ári síðan. Það er hann svo sannarlega ekki," sagði Vranjes en Knudsen hefur síðustu ár verið talinn einn af bestu línumönnum heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×