Sport

Ólafur: Vantar drápseðlið í okkur

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var afar svekktur með tapið gegn Snæfelli í kvöld rétt eins og félagar hans. Grindvíkingar gáfu eftir á lokamínútunum og misstu frá sér það sem virtist vera unninn leikur.

Körfubolti

FH-ingar í ham gegn Valsmönnum

FH vann sannfærandi sigur á Val 34-24 í N1-deild karla í kvöld. Með góðum kafla í fyrri hálfleik náði liðið öruggri forystu sem það lét aldrei af hendi.

Handbolti

Snæfell vann dramatískan sigur í toppslagnum í Grindavík

Snæfell náði fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express deildar karla í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur í Grindavík, 90-86, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar í Röstinni í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og afar sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að ná frábærum sprettum en Snæfell vann síðustu tvær mínúturnar 13-2 og tryggði sér dramatískan sigur.

Körfubolti

Sá sköllótti frá í þrjá mánuði

Liverpool-maðurinn Jonjo Shelvey verður ekki með liðinu næstu þrjá mánuði eftir að það kom í ljóst að hnémeiðsli hans eru það alvarleg. Shelvey kom til Liverpool frá Charlton fyrir tímabilið og hefur verið inn í myndinni hjá Kenny Dalglish.

Enski boltinn

Helena sjóðheit í Las Vegas í nótt

Helena Sverrisdóttir var sjóðheit fyrir utan þriggja stiga línuna þegar TCU-liðið vann 71-64 sigur á University of Nevada í Las Vegas í nótt en leikurinn fór fram Cox Pavilion höllinni. TCU hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum í Mountain West Conference og alls 16 af 24 leikjum vetrarins.

Körfubolti

Massa sneggstur á Jerez í dag

Brailíumaðurinn Felipe Massa á Ferrari var fljótastur allra fyrstu æfingu keppnisliða í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann varð á undan nýliðanum Sergio Perez á Sauber, en sá kappi er frá Mexíkó.

Formúla 1

McIlroy er efstur í Dubai – Tiger er sex höggum á eftir

Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Dubai meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli Norður-Íri lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari og er hann tveimur höggum á undan Spánverjanum Sergio Garcia og Thomas Aiken frá Suður-Afríku.

Golf

Haukur með flottan leik - skoraði 13 stig á 14 mínútum

Haukur Helgi Pálsson átti mjög góðan leik með Maryland-liðinu í bandaríska háskólaboltanum í nótt þegar liðið vann 54 stiga sigur á Longwood-háskólanum, 106-52, á heimavelli. Haukur skoraði 13 stig á 14 mínútum í leiknum en hann átti frábæra innkomu í fyrri hálfleiknum.

Körfubolti

Roma íhugar að reka Adriano

Brasilíumaðurinn Adriano er enn eina ferðina búinn að koma sér í vandræði. Hann neitaði að blása í áfengismæli í heimalandinu þar sem hann var búinn að fá sér í tána. Hann missti fyrir vikið ökuskírteinið í nokkra daga.

Fótbolti

Carlén meiddur á hné og gæti verið lengi frá

Sænski landsliðsmaðurinn í handbolta, Oscar Carlén, er meiddur á hné og gæti hann verið lengi frá en hann er samningsbundinn þýska stórliðinu Flensburg. Carlén var meiddur á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð en hann lét sig hafa það og lék með Svíum gegn Spánverjum í leiknum um bronsverðlaunin.

Handbolti

Reina gæti farið frá Liverpool fyrir rétt tæplega fjóra milljarða kr.

Miklar vangaveltur hafa verið að undanförnu um framtíð spænska markvarðarins Pepe Reina hjá Liverpool. Reina skrifaði undir „risasamning“ við enska liðið s.l. sumar og fær hann um 15 milljónir kr. í laun á viku eða 80.000 pund. Í þeim samningi er ákvæði sem gerir honum kleift að fara ef eitthvað lið er tilbúið að kaupa hann fyrir 20 milljónir punda eða meira – 3,7 milljarða kr.

Enski boltinn