Handbolti

Carlén meiddur á hné og gæti verið lengi frá

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Sænski landsliðsmaðurinn í handbolta, Oscar Carlén, er meiddur á hné og gæti hann verið lengi frá.
Sænski landsliðsmaðurinn í handbolta, Oscar Carlén, er meiddur á hné og gæti hann verið lengi frá. Nordic Photos/Getty Images

Sænski landsliðsmaðurinn í handbolta, Oscar Carlén, er meiddur á hné og gæti hann verið lengi frá en hann er samningsbundinn þýska stórliðinu Flensburg. Carlén var meiddur á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð en hann lét sig hafa það og lék með Svíum gegn Spánverjum í leiknum um bronsverðlaunin.

Talið er að fremra krossband í hné sé rifið en Carlén mun fara í ítarlega skoðun hjá læknateymi liðsins á næstu dögum.

Ljubomir Vranjes er þjálfari Flensburg en hann var á árum áður lykilmaður í sænska landsliðinu. Margir af lykilmönnum Flensburg eru meiddir eftir HM og þar má nefna Thomas Mogensen og Michael Knudsen.

Sænska landsliðið gæti þurft að leika án Carlén og Kim Andersson í mars þegar liðið leikur í undankeppni EM gegn Slóvakíu. Þeir félagar hafa skipt á milli sín hægri skyttstöðu landsliðsins en Andersson brotnaði á þumalfingri á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×