Sport

Zlatan stólar á reynsluna

Zlatan Ibrahimovic segir að lið sitt, AC Milan, sé sigurstranglegra í rimmu liðsins gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

NBA í nótt: Charlotte lagði Lakers

Gerald Wallace skoraði 20 stig og tók 11 fráköst í 109-89 sigri Charlotte Bobcats gegn meistaraliði LA Lakers á heimavelli. Þetta er annar tapleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers gegn liðinu hans Michael Jordan.

Körfubolti

Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur

Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld.

Handbolti

Essien, hvað ertu að gera við Eið Smára?

Það gengur ýmislegt á í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar og Eiður Smári Guðjohnsen lét svo sannarlega vita af sér í leik Fulham og Chelsea í kvöld. Eiður stimplaði sig inn með öflugri tveggja fóta tæklingu skömmu eftir að hann kom inná sem varamaður í liði Fulham.

Enski boltinn

Cech: Löng leið á toppinn

Markvörðurinn Petr Cech var hetja Chelsea í kvöld er hann varði víti frá Clint Dempsey í uppbótartíma gegn Fulham. Hann tryggði Chelsea um leið stig í leiknum.

Enski boltinn

Petr Cech bjargaði Chelsea og varði víti - Eiður Smári með fína takta

Petr Cech var hetja Englandsmeistaraliðs Chelsea þegar hann varði víti á lokamínútunni gegn Fulham. Cech sá við bandaríska landsliðsmanninum Clint Dempsey sem tók vítið en ekkert mark var skorað í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður á 82. mínútu og hann var greinilega staðráðinn í því að sýna hvað í honum býr.

Enski boltinn

Teitur Örlygs: Minni spámenn létu til sín taka

„Þetta var alveg frábært. Það er mjög gott eftir tvo góða leiki hjá okkur gegn KFÍ og Tindastóli að ná að halda þetta út áfram," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið vann Grindavík 79-70 í Iceland Express-deildinni í kvöld.

Körfubolti

Ronaldo grét er hann sagðist vera hættur

Einn besti knattspyrnumaður allra tíma, Brasilíumaðurinn Ronaldo, tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, 34 ára að aldri. Fréttirnar af þessu láku út í gærkvöldi og voru staðfestar í dag.

Fótbolti