Sport

Formaður Vals svarar fyrir sig

Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu.

Handbolti

UEFA kærir Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannslega hegðun

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært AC Milan manninn Gennaro Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannlega hegðun eftir að ítalski miðjumaðurinn skallaði aðstoðarþjálfara Tottenham eftir Meistaradeildarleik AC Milan og Tottenham á þriðjudagskvöldið. Tottenham vann leikinn 1-0 á San Siro.

Fótbolti

Tíundi sigur TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði átján stig fyrir TCU sem vann átta stiga sigur á Colorade State í bandaríska háskólaboltanum í gær, 61-53.

Körfubolti

Redknapp kemur Jordan til varnar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það sé ekki möguleiki að Joe Jordan, aðstoðarmaður sinn, hafi verið með niðrandi ummæli í garð Ítala í leiknum gegn AC Milan á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti

Dýrustu sætin á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kosta 800.000 kr.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á hinum glæsilega Wembley leikvangi í London í maí og þar hafa mörg fyrirtæki og einstaklingar leigt glæsilega aðstöðu í þeim 163 lúxus áhorfendaboxum sem eru til staðar á Wembley. Þeir aðilar sem eru með þessi lúxus áhorfendastæði á leigu allt árið þurfa hinsvegar að greiða sérstaklega ef þeir ætla sér að nýta þessa aðstöðu á úrslitaleiknum og UEFA hefur ákveðið að hvert sæti kosti um 800.000 kr.

Fótbolti

Meistaralið Lakers tapaði gegn lélegasta liði NBA deildarinnar

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær þar sem 12 leikir fóru fram. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir næstu helgi en Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer fram um helgina. Meistaralið LA Lakers er langt frá sínu besta þessa dagana og í gær tapaði Lakers gegn slakasta liði deildarinnar, Cleveland, á útivelli 104-99. „Við fórum í Stjörnuhelgarfrí áður en leikurinn hófst,“ sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn.

Körfubolti

Abramovich malar enn gull

Roman Abramovich hagnaðist á síðasta ári um 570 milljarða króna, þrjár milljarða punda, en er engu að síður ekki lengur á meðal þriggja auðgustu manna Rússlands.

Enski boltinn

Guðrún Þóra: Núna er bara skemmtileg vika framundan

„Það er eitt það stærsta sem maður gerir yfir veturinn það er að komast í Höllina," sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir sem skoraði fimm mörk þegar Framstelpur tryggðu sér sæti í bikarúrslitum annað árið í röð með 32-25 sigri á HK í kvöld.

Handbolti

Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna

Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti.

Handbolti

Inter með góðan útisigur

Leikmenn Inter ætla ekki að gefa ítalska meistaratitilinn eftir baráttulaust. Þeir eru á mikilli siglingu þessa dagana og unnu enn einn sigurinn í kvöld.

Fótbolti

Nick Heidfeld staðfestur hjá Lotus Renault í stað Kubica

Þjóðverjinn Nick Heidfeld var staðfestur sem ökumaður Lotus Renault í dag, en hann stóð sig vel á æfingum með liðinu á Jerez brautinni á laugardaginn. Náði besta tíma í brautinni. Heidfeld verður staðgengill Robert Kubica, sem er frá vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins er samkvæmt dagskrá í Barein 13. mars.

Formúla 1

Woodgate: Það héldu margir að ég kæmi aldrei aftur

Jonathan Woodgate var ánægður með að fá tækifæri með Tottenham á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Woodgate kom inn á sem varamaður eftir að Vedran Corluka meiddist. William Gallas fór í hægri bakvörðinn og Woodgate tók stöðu hans í miðverðinum.

Enski boltinn

Franski landsliðsmarkvörðurinn dreymir um United

Hugo Lloris, markvörður Lyon og franska landsliðsins, segist vera spenntur fyrir því að komast til enska liðsins Manchester United í framtíðinni. United er enn að leita sér að eftirmanni Hollendingsins Edwin van der Sar sem leggur skóna á hilluna í vor.

Enski boltinn