Sport

Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu

Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum.

Fótbolti

Guðjón: Þetta er svakalegur léttir

Guðjón Baldvinsson er búinn að ganga frá nýjum þriggja ára samningi við KR og mun spilar með Vesturbæjarliðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Guðjón fékk sig lausan frá sænska liðinu GAIS sem hafði lánað hann til KR síðasta sumar.

Íslenski boltinn

Alex verður með Chelsea um helgina

Brasilíski varnarmaðurinn Alex verður með Chelsea-liðinu á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan í nóvember. Alex verður hinsvegar ekki með á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á morgun.

Enski boltinn

Bernd Schuster er hættur að þjálfa Besiktas

Þjóðverjinn Bernd Schuster er hættur sem þjálfari tyrkneska liðsins Besiktas vegna þess að hann segist ekki hafa náð þeim árangri sem hann ætlaði sér. Hann tók við Besiktas-liðinu í júní, gerði tveggja ára samning og var með 2,6 milljónir evra í árslaun.

Fótbolti

Davíð Páll fékk lengra bann en Darko

Aga- og úrskurðanefnd hefur tekið fyrir slagsmálin sem urðu í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla á fimmtudaginn var. Þrír leikmenn fá leikbönn en fimm leikmenn fá aðeins áminningu.

Körfubolti

Einn nýliði í U21 árs landsliðinu sem mætir Úkraínu

Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta valdi í dag leikmannahópinn sem mætir Úkraínu í vináttulandsleik á útivelli þann 24. mars. Leikurinn er hluti af undirbúningnum fyrir lokakeppni Evrópumeistaramótsin sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Þann 28. mars leikur Íslands gegn Englendingum í Preston.

Fótbolti

Eiður ekki í landsliðshópnum sem mætir Kýpur

Ólafur Jóhannesson þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta tilkynnti í dag leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer 26. mars á Kýpur. Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Fulham er ekki í leikmannahópnum en alls eru 10 leikmenn úr U-21 árs landsliðinu valdir í þetta verkefni.

Fótbolti

Liverpool hefur ekki hafið formlegar viðræður við Dalglish

John Henry eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool segir að félagið hafi ekki rætt formlega við Kenny Dalglish knattspyrnustjóra liðsins um framlengingu á núverandi samningi hans við félagið. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því á undanförnum vikum að Dalglish standi til boða að skrifa undir tveggja ára samning en Henry segir að málið sé mun styttra á veg komið.

Enski boltinn

Gary Player efast um að Tiger Woods nái fyrri styrk

Gary Player frá Suður-Afríku er yfirleitt með sterkar skoðanir á hlutunum. Hinn 75 ára gamli kylfingur sem sigraði alls á 9 stórmótum á ferlinum er í miklum vafa um að Tiger Woods nái að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 stórmótum á sínum ferli.

Golf

Capello ætlar að gera Terry að fyrirliða á ný

Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins í fótbolta hefur ákveðið að gera John Terry að fyrirliða á ný en Rio Ferdinand hefur borið fyrirliðabandið að undanförnu. Breski fréttavefurinn Sportsmail telur sig hafa heimildir fyrir því að Capello hafi gert upp hug sinn en hann mun greina frá ákvörðun sinni rétt fyrir næsta landsleik sem er gegn Wales þann 26. mars.

Enski boltinn

Lehman ætlar að leika með Arsenal út leiktíðina

Jens Lehman hefur ákveðið að semja við Arsenal og mun þýski markvörðurinn leika með sínu gamla liði út leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni. Lehman er 41 árs gamall en hann fór frá félaginu árið 2008. Arsenal þarf að leysa vandamál sem komið er upp hjá liðinu en tveir af þremur markvörðum liðsins eru meiddir og Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins hefur ekki fullt traust til Manuel Almunia.

Enski boltinn

Miami sýndi styrk sinn í San Antonio

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn "ofurliðinu“ 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli.

Körfubolti

Dwayne Wade fékk forræði yfir tveimur sonum sínum

Dwayne Wade leikmaður NBA liðsins Miami Heat hefur staðið í ströngu utan vallar vegna forræðisdeilu við fyrrum sambýliskonu. Dómstóll í Chicago hefur bundið enda á það mál með því að úrskurða að Wade fái fullt forræði yfir sonum sínum – en málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár.

Körfubolti

KR sló út Snæfell - rafmagnið fór af húsinu í lokin

KR-konur tryggðu sér sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir átta stiga sigur á Snæfelli, 84-76, í Stykkishólmi í kvöld. KR mætir Keflavík í undanúrslitunum en liðin hafa mæst í öllum keppnum á tímabilinu og hefur Keflavík haft betur í öllum leikjunum. Leikurinn í Hólminum í kvöld tafðist nokkuð undir lokin eftir að rafmagnið fór af húsinu en Stykkishólmur var rafmagnslaus um tíma í kvöld.

Körfubolti

Sigurganga Njarðvíkurkvenna heldur áfram - slógu út Hauka

Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 28 stiga sigur á Haukum, 83-55, í kvöld í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Njarðvík vann einvígið 2-0 og er í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2003. Njarðvík mætir deildarmeisturum Hamars í undanúrslitunum.

Körfubolti

Logi og félagar unnu fimmta heimaleikinn í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings héldu áfram sigurgöngu sinni í Solna-hallen þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Borås Basket, 75-72, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 15 stig í leiknum og næststigahæstur í liði Solna en þetta var fimmti heimsigur liðsins í röð.

Körfubolti