Sport

NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston

Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið.

Körfubolti

Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir.

Golf

Hrafn: Við reyndum að vera glaðir

„Við reyndum að vera glaðir og litum á þessa seríu í samhengi. Við vorum búnir að vera með í þessu hverja einustu sekúndu. Það hélt okkur frá því að vera ekki búnir að klára þetta í síðustu tveimur leikjum var slæm ákvarðanataka,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Körfubolti

Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við

"Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Körfubolti

Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima

"Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt.

Körfubolti

Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum

Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok.

Körfubolti

Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik

FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp.

Handbolti

Lokaumferðin í N1 deild karla: Fram hélt 3. sætinu

Fram hélt þriðja sætinu í N1 deild karla þrátt fyrir níu marka tap á Akureyri, 26-35, í lokaumferðinni í kvöld. HK átti möguleika á að ná Fram en tapaði með tveggja marka mun fyrir FH, 27-29 í Digranesi. Akureyri mætir HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH mætir Fram. Undanúrslitaeinvígin hefjast á fimmtudaginn eftir eina viku.

Handbolti

Liverpool-liðið fer til Asíu í sumar

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hefur gefið það út að liðið fari til Asíu á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil. Liverpool mun spila æfingaleiki í Kína, Malasíu og Suður-Kóreu en ensku úrvalsdeildarliðin eru gríðarlega vinsæl í þessum hluta heimsins.

Enski boltinn

Van der Sar er ekki meiddur

Edwin van der Sar, markvörður Man. Utd, segist vera í góðu lagi þó svo hann hafi kennt sér meins í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni í gær.

Enski boltinn

Masters: Mickelson heiðraði Seve Ballesteros

Phil Mickelson sá um hátíðarkvöldverð á Augusta golfvellinum í gærkvöld þar sem að fyrrum sigurvegurum mótsins er boðið. Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á mótinu, gat ekki mætt að þessu sinni vegna veikinda eftir erfiða meðferð vegna heilaæxlis. Mickelson tileinkaði Ballesteros kvölverðaboðið og var spænskur matur í hávegðum hafður.

Golf

Magnús: Erum til í að slasa okkur fyrir málsstaðinn

Stórskyttan Magnús Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, var silkislakur að spila FIFA-tölvuleikinn þegar Vísir heyrði í honum í hádeginu og spurði hann út í stemninguna fyrir kvöldið. Þá mun Keflavík sækja KR heim í oddaleik í Iceland Express-deild karla.

Körfubolti

Masters: Fyrrum þjálfari Tiger Woods segir að hann sé bitlaus

Butch Harmon fyrrum þjálfari Tiger Woods segir bandaríski kylfingurinn sé "bitlaus“ og hann eigi ekki eftir að bæta met Jack Nicklaus sem sigraði á 18 risamótum á ferlinum. Woods sigraði á 8 risamótum þegar Harmon var þjálfari hans en alls hefur Woods sigrað á 14 risamótum.

Golf