Sport

NBA: Boston í lykilstöðu - Lakers settist í bílstjórasætið

Boston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar.

Körfubolti

Chelsea sigraði West-Ham - Torres komin á blað

Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig þegar þeir unnu West-Ham, 3-0, á Stamford Bridge í dag. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins en það var Fernando Torres sem kom Chelsea í 2-0 með sínu fyrsta marki fyrir félagið í 13 leikjum. Florent Malouda gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Enski boltinn

Stuðningsmenn Portland grýttu Cuban

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum Portland Trailblazers í nótt. Eftir að hafa staðið í orðaskiptum við þá var Cuban grýttur.

Körfubolti

Ming vill ekki fara frá Houston

Það er talsverð óvissa um framtíð Kínverjans stóra, Yao Ming, en samningur hans við Houston Rockets rennur út í sumar. Sjálfur segist hann vilja vera áfram hjá félaginu. Ming hefur verið mikið meiddur í vetur og tók ekki þátt nema í fimm leikjum með Rockets.

Körfubolti

Jafnt hjá Leeds og Reading

Leeds United varð í kvöld af mikilvægum stigum í baráttunni um að komast í umspil ensku B-deildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Íslendingaliðið Reading.

Enski boltinn

Wenger: Getum vel orðið meistarar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki misst trúna á því að hans lið geti orðið enskur meistari. Wenger segir að ef sitt lið vinni síðustu fimm leiki sína á tímabilinu verði það meistari.

Enski boltinn

Þúsund auka lögreglumenn á leik Rangers og Celtic

Lögreglan í Glasgow hefur miklar áhyggjur af óeirðum í kringum nágrannaslag Rangers og Celtic í skosku úrvalsdeildinni sem fer fram á Ibrox á sunnudaginn. Rangers tekur þá á móti Celtic sem er einu stigi á eftir þeim í töflunni og eiga auk þess leik inni.

Enski boltinn

Carlos Tevez í sérmeðhöndlun í Mílanó á Ítalíu

Carlos Tevez, fyrirliði Manchester City, ætlar að gera allt sem hann getur til þess að ná því að spila bikarúrslitaleikinn á móti Stoke á Wembley en til að Roberto Mancini leyfi honum að spila þá þarf Argentínumaðurinn að spila deildarleikinn á móti Tottenham fjórum dögum fyrr.

Enski boltinn

Kristján: Nýjar breytur í þessu Íslandsmóti

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, byrjar frábærlega með Hlíðarendaliðið. Hann er þegar búinn að gera Valsmenn að Reykjavíkurmeisturum og í gær kom hann liðinu í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á FH í framlengdum undanúrslitaleik í Kórnum.

Íslenski boltinn

Hlynur rekinn út úr húsi og Sundsvall tapaði fyrsta leiknum

Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í fyrsta leik úrslitaeinvígis Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins um sænska meistaratitilinn í dag. Sundsvall tapaði leiknum með einu stigi á heimavelli sínum, 78-79, eftir að hafa verið í mjög góðri stöðu til að vinna leikinn á lokakaflanum.

Körfubolti

Hlynur og Jakob spila fyrsta leik úrslitanna í dag

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson verða í eldlínunni í dag þegar úrslitaeinvígi Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins fer af stað en fyrsti leikurinn fer fram í Sundsvall og hefst klukkna 14.04 að íslenskum tíma. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænskur meistari.

Körfubolti

Blaðamenn völdu Scott Parker leikmann ársins

Scott Parker, miðjumaður West Ham United, var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af þeim sem fjalla um leiki ensku úrvalsdeildarinnar, það er samtökum enska blaðmanna. Þessi verðlaun hafa verið afhent allar götur frá árinu 1948.

Enski boltinn

Houllier stjórnar ekki fleiri leikjum á tímabilinu

Gérard Houllier, stjóri Aston Villa, þarf að taka sér frí út tímabilið en hann var fluttur á sjúkrahús á miðvikudagskvöldið með verki fyrir brjósti. Gary McAllister mun stjórna liði Aston Villa í síðustu fimm leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Tilþrifin sem kveiktu í Miami-liðinu í nótt - myndband

Dwyane Wade og LeBron James voru saman með 56 stig og 25 fráköst í 100-94 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en það voru flestir á því að troðsla Wade eftir skrautlega stoðsendingu frá James hafi kveikt í liðinu þegar þeir voru 68-62 undir í þriðja leikhlutanum.

Körfubolti

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.

Körfubolti