Sport

Toure límdi buxur Balotelli við loftið

Svo virðist vera að stemningin í búningsklefa Man. City sé betri en margur heldur. Fjöldamargar neikvæðar fréttir hafa komið úr búningsklefa félagsins í vetur þar sem menn eru að rífast og slást.

Enski boltinn

Henry spilar gegn Arsenal í sumar

Thierry Henry mun fá tækifæri til þess að leika gegn sínu gamla félagi, Arsenal, næsta sumar. Félag hans, New York Red Bulls, tekur þá þátt í fjögurra liða æfingamóti á Emirates-vellinum.

Enski boltinn

Hallbera skaut Valskonum í úrslitaleikinn

Hallbera Guðný Gísladóttir tryggði Val 2-1 sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik Lengjubikars kvenna á gervigrasinu á Hlíðarenda í kvöld en Valsliðið mætir annaðhvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Valur hefur titil að verja eftir að hafa unnið Fylki í úrslitaleiknum í fyrra.

Íslenski boltinn

Afturelding hélt sæti sínu í N1 deild karla

Afturelding tryggði sér 2-0 sigur í úrslitaeinvíginu í umspili N1 deild karla í handbolta með því að vinna sjö marka sigur á Stjörnunni, 25-18, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Afturelding vann þar með alla fjóra leiki sína í umspilinu og heldur því sæti sínu í N1 deild karla.

Handbolti

Norrköping jafnaði einvígið á móti Sundsvall

Norrköping Dolphins náði að jafna úrslitaeinvígið á móti Sundsvall Dragons eftir 93-84 sigur í fjórða leik liðanna í kvöld. Sundsvall var búið að vinna tvo leiki í röð í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænsku meistari.

Körfubolti

FH og Valur verða Íslandsmeistarar í sumar

FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta og Valskonum er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tólf í deildinni en þetta kom fram á kynningarfundi Pepsi-deilda karla og kvenna sem fór fram í Háskólabíói í dag. Nýliðum Víkings og Þór Akureyri er spáð falli hjá körlunum en Grindavík og Þróttur munu falla hjá konunum.

Íslenski boltinn

Brotist inn í síma Rooney

Wayne Rooney greindi frá því á Twitter-síðu sinni í dag að lögreglumenn frá Scotland Yard hefðu heimsótt sig með gögn sem sýna að brotist hafi verið inn í símann hans.

Enski boltinn

Þjálfari Bjerringbro hreifst af Guðmundi

Haukamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson er þessa dagana staddur í herbúðum danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro-Silkeborg. Guðmundur æfði með liðinu í morgun og Carsten Albrektsen, þjálfari Silkeborgar, sagði í samtali við Vísi eftir æfinguna að honum hefði litist vel á Guðmund.

Handbolti

Carroll gæti leikið gegn Newcastle

Framherjinn Andy Carroll gæti mætt sínum gömlu félögum í Newcastle um helgina en Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir leikmanninn enn hafa tíma til þess að sanna að hann sé í leikformi.

Enski boltinn

Rooney: Mistök að fara fram á sölu

Frammistaða Wayne Rooney upp á síðkastið hefur hjálpað honum við að vinna traust stuðningsmanna Man. Utd á nýjan leik. Margir þeirra hafa átt erfitt með að fyrirgefa honum að biðja um sölu í október síðastliðnum.

Enski boltinn

Barcelona íhugar að kæra Mourinho

Það er lítil hamingja í herbúðum Barcelona með ummæli José Mourinho, þjálfara Real Madrid, eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í gær. Lögfræðingar Barcelona skoða nú þann möguleika að kæra Mourinho fyrir ummælin.

Fótbolti

Neuer útilokar Man. Utd

Manuel Neuer, markvörður Schalke, hefur ítrekað að ekki séu neinar líkur á því að hann gangi í raðir Man. Utd í sumar. Hann segir það aldrei hafa verið raunverulegan möguleika.

Enski boltinn

Dempsey bætti markamet Fulham í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen hjálpaði Bandaríkjamanninum Clint Dempsey að bæta markametið hjá Fulham í 3-0 sigri á Bolton á Craven Cottage í kvöld. Eiður Smári lagði upp seinna mark Dempsey í leiknum sem var jafnframt það 33. sem Dempsey skorar fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Mourinho: Já, við erum úr leik

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, viðurkenndi það eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri leiknum á móti Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld að liðið ætti litla sem enga möguleika á því að komast áfram í úrslitaleikinn á Wembley.

Fótbolti