Sport

Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið hjá Cardiff

Cardiff City náði aðeins 1-1 jafnefli á móti Watford í ensku b-deildinni í dag og Aron Einar Gunnarsson og félagar hafa því ekki náð sigri í síðustu þremur leikjum sínum í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Enski boltinn

Einn af hundrað ríkustu mönnum heims á nú Mónakó-liðið

Rússneski milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev á nú tvo þriðju í franska félaginu Mónakó og hefur lofað að dæla peningum í félagið sem má muna sinn fífil fegurri. Mónakó er nú í neðsta sæti í frönsku b-deildinni með aðeins einn sigur í átján leikjum.

Fótbolti

Lindegaard búinn að halda fimm sinnum hreinum í sex leikjum

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er heldur betur búinn að minna á sig í baráttunni um markvarðarstöðuna í Manchester United því hann er búinn að halda hreinu í fimm leikjum í röð og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Enski boltinn

Tiger Woods er langtekjuhæsti íþróttamaður veraldar

Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar.

Golf

Wilbek: Mikkel Hansen er besti handboltamaður í heimi

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, er betur settur í stöðu vinstri skyttu en flestir aðrir þjálfarar á EM í Serbíu í næsta mánuði. Hann gerir sér líka fullkomlega grein fyrir því ef marka má yfirlýsingar hans í dönskum fjölmiðlum.

Handbolti

Ajax setti árásarmanninn í 30 ára heimaleikjabann

Forráðamenn Ajax ætla að taka hart á stuðningsmanni félagsins sem réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar, í bikarleik í vikunni. Alvarado snéri vörn í sókn, sparkaði í árásarmanninn og fékk að líta rauða spjaldið í staðinn. Þjálfari AZ kallaði lið sitt af velli í mótmælaskyni en rauða spjaldið hefur nú verið dregið til baka af hollenska knattspyrnusambandinu.

Fótbolti

Doni: Get ekki horft á sjálfan mig í speglinum

Cristiano Doni, fyrrum fyrirliði ítalska liðsins Atalanta, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum leikja í ítölsku b-deildinni en hann var einn af sextán sem voru handteknir á mánudaginn vegna rannsóknar á Ítalíu á leikjum þar sem úrslitunum var hagrætt.

Fótbolti

Chelsea-leikmenn fá ekki að klæðast Terry-bolum

Ákvörðun Liverpool að láta leikmenn klæðast sérstökum Luis Suárez bolum fór ekki vel í marga og nú hafa forráðamenn Chelsea ákveðið að banna sínum leikmönnum að sýna stuðning sinn við fyrirliða sinn John Terry með þessum hætti.

Enski boltinn

Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó

Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016.

Golf

Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir

Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu.

Golf

Verður Gerrard með Liverpool gegn Norwich?

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gæti leikið með liði sínu á öðrum degi jóla gegn botnliði Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Gerrard hefur ekki leikið með liði sínu frá 22. okt. vegna meiðsla en þá gerði Liverpool 1-1 jafntefli gegn nýliðum Norwich.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um 8 leikja bannið hjá Suarez

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Luis Suarez framherji Liverpool var á dögunum úrskurðaður í 8 leikja keppnisbann. Suarez á að hafa sagt niðrandi orð um litarhátt Patrice Evra leikmann Manchester United og enska knattspyrnusambandið sýndi mikla hörku með dómi sínum. Málið var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport s.l. fimmtudag og má sjá það myndbrot með því að smella á hnappinn hér yfir ofan.

Fótbolti

Zlatan borgar 2 milljónir á dag fyrir glæsivillu í skíðaparadís

Sænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Zlatan Ibrahimovich, lætur sér ekki leiðast um jólin en hann hefur "hertekið“ skíðaparadísina Åre í heimalandinu. Zlatan leigir 700 fermetra glæsihýsi af norskum athafnamanni yfir jólahátíðina og greiðir AC Milan leikmaðurinn rúmlega 2 milljónir kr. á sólarhring fyrir húsið, en gríðarlegur fjöldi gesta eru með í för hjá Zlatan og fjölskyldu.

Fótbolti

Wenger gæti óskað eftir því að fá Henry að láni

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að taka ákvörðun á næstu dögum þess efnis hvort félagið ætli að reyna að fá Thierry Henry að láni í janúar. Hinn 34 ára gamli Henry er goðsögn hjá Arsenal en hann lék í átta ár með félaginu og margir stuðningsmenn félagsins telja að hann sé sá besti sem hafi leikið fyrir félagið.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Liverpool og Sigmar Þröstur!

Það verður nóg um að vera í ensku knattspyrnunni á öðrum degi jóla en heil umferð fór fram í vikunni. Hið fornfræga lið Liverpool á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Wigan s.l. miðvikudag. Heimir Guðjónsson var gestur í Sunnudagsmessunni hjá Guðmundi Benediktssyni á fimmtudaginn og Heimir hafði sterkar skoðanir á Kenny Dalglish og Liverpool.

Fótbolti

David Beckham er enn og aftur tekjuhæsti fótboltamaður heims

Enski fótboltamaðurinn David Beckham er enn og aftur í efsta sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Beckham gefur ekkert eftir á þessu sviði þrátt fyrir að vera 36 ára en hann varð bandarískur meistari með liði sínu LA Galaxy á þessu ári. Beckham hefur afrekað það að vera meistari í þremur löndum, Englandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Fótbolti