Sport

Ronaldo lagður inn á sjúkrahús með beinbrunasótt

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldo þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í gær vegna veikinda en þá kom í ljós að hann er með beinbrunasótt sem er hitabeltissjúkdómur af völdum veiru sem berst í menn með biti moskítóflugu.

Fótbolti

Terry: Ég stend með stjóranum

Mörgum finnst það hreinlega orðið pínlegt hvernig leikmönnum Chelsea virðist umhugað um að sanna samheldni liðsins í hvert skipti sem það skorar mark um þessar mundir.

Enski boltinn

Santos leggur niður kvennaliðið svo félagið geti haldið Neymar

Forseti brasilíska félagsins Santos hefur gefið það út að félagið þurfi að leggja niður hið sigursæla kvennalið félagsins til þess að hafa efni á því að halda hinum 19 ára Neymar hjá félaginu. Neymar er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims en ætlar að vera hjá æskufélagi sínu fram yfir HM 2014 sem fer fram í Brasilíu.

Fótbolti

Breytingar framundan í Skógá

Útlit er fyrir því að byrjað verði frá grunni með uppbyggingu Skógár sem laxveiðiá á þessu ári og Ásgeir Ásmundsson sem staðið hefur í eldlínunni síðustu tólf árin, hverfi á braut og komi þar hvergi nærri.

Veiði

Opið fyrir umsóknir hjá SVFR

Opnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna á vefnum hjá SVFR. Vinsamlegast athugið að til að sækja umsóknarformið þarf aðeins að slá inn kennitölu félagsmanna. Við það fyllast út persónuupplýsingar og félagsnúmer.

Veiði

Kobe sjóðheitur | Bulls marði Atlanta

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann skoraði 37 stig í sigurleik gegn Houston í NBA-deildinni í nótt. Andrew Bynum einnig með stórleik en hann skoraði 21 stig og tók 22 fráköst.

Körfubolti

Snorri Steinn: EM ekki efst í huga mér núna

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er í þeirri sérkennilegu aðstöðu að geta ekki tekið þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir EM þar sem hann bíður eftir því að verða faðir í annað sinn. Snorri segir að eðlilega gangi fjölskyldan fyrir á þessari stundu en gangi allt vel stefnir hann að því að fara með á EM.

Handbolti

Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu

Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu.

Körfubolti

12 dagar í EM í Serbíu

Frakkar eru núverandi Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar og eiga nú mögleika á því að vinna fimmtu gullverðlaunin í röð á EM í Serbíu.

Handbolti

Cuban ætlaði ekki að missa af heimsókninni í Hvíta húsið

NBA-deildin í körfubolta er komin á fullt eftir verkbann en þar sem að liðin spila aðeins 66 leiki mun liðin ekki ná að spila í öllum borgum þetta tímabilið. Þetta þýðir meðal annars að NBA-meistarar Dallas Mavericks fá ekki tækifæri til að koma til Washington til að spila við Wizards.

Körfubolti

Real Madrid lenti 0-2 undir en vann samt

Real Madrid komst í hann krappann á mót Malaga í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Real Madrid vann leikinn á endanum 3-2 eftir að hafa lent 0-2 undir eftir hálftíma leik.

Fótbolti

Martin O'Neill: Flottasti sigurinn

Martin O'Neill, stjóri Sunderland, hefur framkvæmt sannkallað kraftaverk á liði Sunderland sem er nú allt annað lið en fyrir mánuði þegar liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum undir stjórn Steve Bruce. Sunderland vann 4-1 útisigur á Wigan í kvöld og hefur þar með náð í þrettán stig út úr síðustu sex leikjum sínum.

Enski boltinn

Kompany: Þessi sigur var stór

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ánægður eftir 3-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið komst þá aftur á sigurbraut eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum.

Enski boltinn