Snorri Steinn: EM ekki efst í huga mér núna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. janúar 2012 08:00 Snorri Steinn hefur stýrt leik landsliðsins af miklum myndarskap undanfarin ár. Hann er hér í leik gegn Króatíu sem er einmitt fyrsti andstæðingur Íslands á EM. Mynd/Valli „Það er ekkert að gerast og við bíðum bara eftir því sem koma skal," sagði leikstjórnandi íslenska landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, en hann er staddur í Danmörku á meðan landsliðið undirbýr sig fyrir EM hér heima. Ástæðan fyrir fjarveru Snorra er skiljanleg en unnusta hans, Marín Sörens Madsen, er ólétt og bíða skötuhjúin komu fjórða fjölskyldumeðlimsins. Marín átti að eiga annan í jólum en barnið ætlar að láta bíða eftir sér. Eigi hún ekki í vikunni verður hún væntanlega gangsett um næstu helgi. „EM er mér ekkert efst í huga sem stendur. Ég held að það væri nú hjá fæstum í minni stöðu. Ég er að reyna að sinna konunni og svo eigum við barn fyrir þannig að það er nóg að gera. Ég reyni samt að æfa og halda mér í formi þessa daga," sagði Snorri Steinn en hann æfir daglega með styrktarþjálfara síns félags, AG í Kaupmannahöfn, þannig að hann verði eins klár í slaginn og hægt er ef hann getur tekið þátt á EM. Fer á EM ef allt gengur uppxx xx xx„Þegar þetta er yfirstaðið tek ég síðan stöðuna á hlutunum. Hvort öllum heilsist ekki vel og svona. Ef það gengur allt upp þá stefni ég á að taka þátt í mótinu. Tengdamamma kemur og verður konunni minni innan handar þannig að þetta á að geta gengið upp." Leikstjórnandinn viðurkennir engu að síður að það verði talsvert skrítið að fara svo snemma frá nýfæddu barni á stórmót í Serbíu. „Það verður örugglega mjög erfitt og skrítið. Þetta er engin óskastaða. Ég hefði kannski getað planað þetta betur," sagði Snorri léttur og hló við. „Það er hvorki gott fyrir mig né liðið að ég missi af undirbúningnum og æfingaleikjunum sem eru fram undan. Þetta er engu að síður staðan sem er uppi og hana verður að tækla." Eins og Snorri segir verður það erfitt og skrítið fyrir hann að fara frá fjölskyldunni á þessum tíma en hefur hann eitthvað íhugað að hreinlega sleppa mótinu? „Kannski ekki beint. Ég hef alltaf hugsað þetta þannig að ég yrði að taka stöðuna þegar barnið kemur. Ég hef alltaf reiknað með og búist við að fara á EM. Það hefur ekki hvarflað að mér að hringja í Gumma þjálfara og segjast ætla að taka mér frí. Ég vona að allt gangi vel og öllum heilsist vel. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég fari þó svo að það verði óneitanlega skrítið." Landsliðið má mjög illa við því að missa Snorra Stein úr liðinu enda hefur hann verið algjör lykilmaður í liðinu undanfarin ár þar sem landsliðið hefur verið að ná sínum besta árangri í sögunni. Snorri hefur verið í verulega góðu formi í vetur og farið mikinn í ofurliði AG sem er efst í Danmörku og staðið sig vel í Meistaradeildinni. „Ég hef verið mjög ánægður með veturinn hjá mér og verið í fínu formi. Þetta er búið að vera flott tímabil bæði hjá mér og liðinu," sagði Snorri en hann hefur fengið að spila meira eftir að Magnus Andersson tók við liðinu en einnig spilar fleira inn í. „Arnór [Atlason] hefur líka verið svolítið meiddur þannig að við höfum ekki verið að skipta þessu á milli okkar." Snorri segir að landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Þórður Guðmundsson, sé pollrólegur yfir stöðunni og sé ekki sífellt að athuga með það hvort barnið sé komið í heiminn. „Gummi heyrir eðlilega í mér reglulega sem þjálfari og er að athuga stöðuna. Hann hefur að sjálfsögðu fullan skilning á stöðunni sem er uppi. Við förum svo yfir málin þegar barnið kemur í heiminn." Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
„Það er ekkert að gerast og við bíðum bara eftir því sem koma skal," sagði leikstjórnandi íslenska landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, en hann er staddur í Danmörku á meðan landsliðið undirbýr sig fyrir EM hér heima. Ástæðan fyrir fjarveru Snorra er skiljanleg en unnusta hans, Marín Sörens Madsen, er ólétt og bíða skötuhjúin komu fjórða fjölskyldumeðlimsins. Marín átti að eiga annan í jólum en barnið ætlar að láta bíða eftir sér. Eigi hún ekki í vikunni verður hún væntanlega gangsett um næstu helgi. „EM er mér ekkert efst í huga sem stendur. Ég held að það væri nú hjá fæstum í minni stöðu. Ég er að reyna að sinna konunni og svo eigum við barn fyrir þannig að það er nóg að gera. Ég reyni samt að æfa og halda mér í formi þessa daga," sagði Snorri Steinn en hann æfir daglega með styrktarþjálfara síns félags, AG í Kaupmannahöfn, þannig að hann verði eins klár í slaginn og hægt er ef hann getur tekið þátt á EM. Fer á EM ef allt gengur uppxx xx xx„Þegar þetta er yfirstaðið tek ég síðan stöðuna á hlutunum. Hvort öllum heilsist ekki vel og svona. Ef það gengur allt upp þá stefni ég á að taka þátt í mótinu. Tengdamamma kemur og verður konunni minni innan handar þannig að þetta á að geta gengið upp." Leikstjórnandinn viðurkennir engu að síður að það verði talsvert skrítið að fara svo snemma frá nýfæddu barni á stórmót í Serbíu. „Það verður örugglega mjög erfitt og skrítið. Þetta er engin óskastaða. Ég hefði kannski getað planað þetta betur," sagði Snorri léttur og hló við. „Það er hvorki gott fyrir mig né liðið að ég missi af undirbúningnum og æfingaleikjunum sem eru fram undan. Þetta er engu að síður staðan sem er uppi og hana verður að tækla." Eins og Snorri segir verður það erfitt og skrítið fyrir hann að fara frá fjölskyldunni á þessum tíma en hefur hann eitthvað íhugað að hreinlega sleppa mótinu? „Kannski ekki beint. Ég hef alltaf hugsað þetta þannig að ég yrði að taka stöðuna þegar barnið kemur. Ég hef alltaf reiknað með og búist við að fara á EM. Það hefur ekki hvarflað að mér að hringja í Gumma þjálfara og segjast ætla að taka mér frí. Ég vona að allt gangi vel og öllum heilsist vel. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég fari þó svo að það verði óneitanlega skrítið." Landsliðið má mjög illa við því að missa Snorra Stein úr liðinu enda hefur hann verið algjör lykilmaður í liðinu undanfarin ár þar sem landsliðið hefur verið að ná sínum besta árangri í sögunni. Snorri hefur verið í verulega góðu formi í vetur og farið mikinn í ofurliði AG sem er efst í Danmörku og staðið sig vel í Meistaradeildinni. „Ég hef verið mjög ánægður með veturinn hjá mér og verið í fínu formi. Þetta er búið að vera flott tímabil bæði hjá mér og liðinu," sagði Snorri en hann hefur fengið að spila meira eftir að Magnus Andersson tók við liðinu en einnig spilar fleira inn í. „Arnór [Atlason] hefur líka verið svolítið meiddur þannig að við höfum ekki verið að skipta þessu á milli okkar." Snorri segir að landsliðsþjálfarinn, Guðmundur Þórður Guðmundsson, sé pollrólegur yfir stöðunni og sé ekki sífellt að athuga með það hvort barnið sé komið í heiminn. „Gummi heyrir eðlilega í mér reglulega sem þjálfari og er að athuga stöðuna. Hann hefur að sjálfsögðu fullan skilning á stöðunni sem er uppi. Við förum svo yfir málin þegar barnið kemur í heiminn."
Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira