Sport

Dalglish sér ekki eftir neinu

Það er liðið eitt ár síðan Kenny Dalglish tók við stjórnartaumunum á nýjan leik hjá Liverpool og hann segist ekki vilja hafa breytt neinu á þessu eina ári.

Enski boltinn

Um mun á Selá og Hofsá

Fiskifræðingar VMSt hafa sent frá sér samantekt þar sem þeir sýna fram á hvers vegna Hofsá hefur dregist aftur úr Selá í veiði síðustu árin, en árnar hafa einmitt verið þekktar fyrir að halda sama dampi í gegnum tíðina. Niðurstaðan er ofsetning seiða eftir þrjú afar góð ár!

Veiði

Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar

Nú eru veiðimenn farnir að telja niður til 1. apríl en þá hefst veiðin á þessu herrans ári 2012. Margir veiðimenn nota skammdegið til að hnýta leynivopnin fyrir komandi sumar og það er ekki hægt að lýsa því í fáum orðum hvað það er gaman að setja í fisk á sínar eigin flugur. Til opna þennan heim fyrir þá sem vilja læra að hnýta sínar eigin flugur ætlar Hilli í versluninni Veiðiflugur á Langholtsvegi að vera með hnýtingarnámskeið sem byrja núna í janúar í samstarfi við hinn snjalla veiðimann og hnýtara Óskar Pál Sveinsson.

Veiði

Bosh kláraði Atlanta í þríframlengdum leik

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og er óhætt að segja að viðureign Atlanta Hawks og Miami Heat hafi staðið upp úr. Stjörnurnar úr Miami náðu að knýja fram sigur eftir þrjár framlengingar, 109:116. Chris Bosh fór fyrir Miami liðinu, en þeir LeBron James og Dwayne Wade, voru ekki með vegna meiðsla. Bosh setti niður 33 stig og tók 14 fráköst. Stigahæstur fyrir Atlanta var Joe Johnson með 20 stig.

Körfubolti

Arnór: Ég hef engar áhyggjur af þessu

Líkamlegt ástand leikmanna handboltalandsliðsins er nokkuð gott og nánast enginn að glíma við meiðsli sem þarf að hafa áhyggjur af.Helsta áhyggjuefnið er Arnór Atlason sem hefur verið að glíma við brjósklos í talsverðan tíma og er alls ekki nógu góður í bakinu. Alexander Petersson og Ingimundur Ingimundarson eru einnig að glíma við meiðsli.

Handbolti

Heiðar í hóp hinna útvöldu

Heiðar Helguson er aðeins sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins í 56 ára sögu kjörsins. "Óvænt og mikil ánægja,“ segir Heiðar sem átti ekki einu sinni von á því að vera tilnefndur.

Enski boltinn

10 dagar í EM í Serbíu

Ísland hefur einu sinni náð að verða efst af Norðurlandaþjóðunum í úrslitakeppni Evrópumótsins en það var þegar Strákarnir okkar náðu bronsinu á EM í Austurríki 2010.

Handbolti

Barcelona búið að skora 53 mörk í röð á Camp Nou

Það er líklega ekki til erfiðari leikur í dag en að heimsækja Evrópumeistara Barcelona á Camp Nou og tölfræðin í síðustu tólf heimaleikjum Barca sýnir það svart á hvítu. Barcelona vann 4-0 sigur á Osasuna í spænska bikarnum í fyrsta heimaleik ársins og tóku Börsungar þar upp fyrri yðju á Nývangi sem er að skora fullt af mörkum án þess að fá á sig mark.

Fótbolti

Heiðar Helguson er Íþróttamaður ársins 2011

Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig.

Enski boltinn

Pavel með þrefalda tvennu í öruggum sigri Sundsvall

Sundsvall Dragons átti ekki í miklum vandræðum með Jämtland Basket í Íslendingaslagnum í sænska körfuboltanum í kvöld. Sundsvall vann leikinn með 29 stigum, 107-78, eftir að hafa verið frumkvæðið allan leikinn. Sundsvall var þarna að vinna sinn sjötta heimaleik í röð en Drekarnir eru búnir að vinna 10 af 11 leikjum sínum í Sundsvall í vetur.

Körfubolti

Hjartaaðgerð Sterbik gekk vel

Arpad Sterbik, markvörður Atletico Madrid og spænska landsliðsins í handbolta, gekkst á þriðjudaginn undir hjartaaðgerð sem er sögð hafa heppnast vel.

Handbolti

Mörg lið á eftir Onuoha

Það verður ekki mikið mál fyrir Nedum Onuoha að finna sér nýtt félag fyrir mánaðarlok en Man. City hefur tjáð honum að hann megi fara frá félaginu.

Enski boltinn