Sport

Real Madrid búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni

Real Madrid er komið með níu stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni eftir afar sannfærandi 1-5 sigur á Osasuna í kvöld. Real Madrid er nú búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni en þetta er aðeins í sjötta skiptið sem liði tekst það. Real Madrid á markametið í deildinni en það er 107 mörk og var sett leiktíðina 1989-90.

Fótbolti

Mancini: Við vorum lélegir

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var alls ekki nógu sáttur við sitt lið eftir 3-3 jafnteflið gegn Sunderland í dag. Hann viðurkenndi fúslega að sínir menn hefðu ekki spilað vel.

Enski boltinn

Di Matteo: Við áttum skilið að vinna

Leikur Aston Villa og Chelsea var hádramatískur í meira lagi. Búlgarinn Stiliyan Petrov sat í stúkunni en greint var því í gær að hann væri með bráðahvítblæði og í dag sagðist hann vera búinn að leggja skóna á hilluna.

Enski boltinn

Magnús Gunnarsson: Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní

"Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson stórskytta úr Keflavík eftir 95-87 tapleik liðsins gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Magnús setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili í miðjum öðrum leikhluta og hann var alveg á því að það hafi verið með vilja gert.

Körfubolti

Emil meiddist í sigri Hellas Verona

Emil Hallfreðsson lagði upp fyrsta markið þegar Hellas Verona vann 3-2 sigur á Cittadella í ítölsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði Verona-liðinu á topp deildarinnar en Sassuolo og Pescara eiga bæði leik inni. Það stefnir í harða baráttu milli þeirra um sæti í ítölsku A-deildinni.

Fótbolti

Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern

Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin.

Fótbolti

Hannes og Birkir höfðu betur á móti Steinþóri

Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson voru báðir í byrjunarliði Brann sem vann 3-1 heimasigur á Sandnes Ulf í norku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 78 mínúturnar með nýliðum Sandnes Ulf.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Snæfell - 82-77

Þór Þorlákshöfn vann í kvöld frábæran sigur á Snæfell, 82-77, í 8-liða úrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta. Snæfell hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en heimamenn gáfust aldrei upp. Í fjórða leikhlutanum komu Þórsarar tvíefldir til leiks og náðu að innbyrða magnaðan sigur.

Körfubolti

Einar búinn að semja við Magdeburg

Eins og Vísir greindi frá í gær mun Einar Hólmgeirsson spila með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni til lokatímabilsins. Hann skrifaði undir samning þess efnis í dag.

Handbolti