Sport

Masters 2012: Ofurparið Wozniacki og McIlroy

Það eru ekki bara kylfingarnir sjálfir sem vekja eftirtekt heimspressunnar. Talsvert er skrifað og skrafað um eiginkonur kylfinganna. Skemmst er að minnast þess áhuga sem Elin Nordegren, fyrrverandi eiginkona Tigers Woods, vakti á hliðarlínunni þegar Woods var að keppa.

Golf

Masters 2012: Hver er efstur á "næstum því“ listanum?

Bestu kylfingar heims sem enn hafa ekki náð að landa sigri á einu af stórmótunum fjórum vilja alls ekki bera þann titil að vera "sá besti“ sem hefur ekki náð risatitli. Phil Mickelson var ótrúlega lengi með þennan titil þar til hann náði loksins að vinna Mastersmótið árið 2004.

Golf

Montrétturinn er líka undir hjá þeim í kvöld

Það skýrist í kvöld hver tvö síðustu liðin verða í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla þegar oddaleikir átta liða úrslitanna fara fram. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Ásgarði í Garðabæ og Þór fær Snæfell í heimsókn í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn.

Körfubolti

Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM

Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er kominn aftur í íslenska landsliðið í handbolta og ætlar að hjálpa liðinu að komast inn á Ólympíuleikana í Lundúnum. Fram undan eru þrír leikir á þremur dögum í Króatíu yfir páskana þar sem strákarnir okkar hafa tæ

Handbolti

Masters 2012: Grænar flatir og grænstakkar

Það var áhugamannakylfingurinn og Bandaríkjamaðurinn Bobby Jones sem stóð fyrir stofnun mótsins, í samstarfi við kollega sinn Clifford Roberts í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar. Þeir byrjuðu á að festa kaup á landsvæði í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar langaði Bobby að einbeita sér að uppbyggingu nýs vallar eftir að hafa sjálfur lagt kylfuna á hilluna.

Golf

Masters 2012: Rory McIlroy óttast ekki Tiger Woods

Endurkoma Tigers Woods inn á golfsviðið hefur án efa vakið athygli hjá keppinautum hans. Woods sigraði á Arnold Palmer-meistaramótinu fyrir rúmri viku. Það var fyrsti sigur hans á atvinnumóti frá árinu 2009 og Woods virðist vera á réttri leið eftir ömurlegt gengi.

Golf

Masters 2012: Grill, blóðmör og ostborgarar

Ein af fjölmörgum hefðum á Meistaramótinu er að sigurvegari frá árinu áður býður í mat í aðdraganda mótsins. Þessi hefð komst á árið 1952 og hefur haldist allar götur síðan. Í ár var því komið að Charl Schwartzel að velja matinnsem borinn var á borð fyrir keppendur og fáeina útvalda í Agusta-klúbbnum í gærkvöldi.

Golf

Masters 2012: Norður-Írinn lifir í "andlegri-Greg Norman“ blöðru

Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum.

Golf

Þrumuveður á Augusta | keppni hætt á par 3 holu mótinu

Veðrið setti keppnishaldið á par 3 holu mótinu á Masters úr skorðum í kvöld. Keppni var hætt þar sem að veðurútlitið var ekki gott. Þrumuveður og úrkoma hafa ráðið ríkjum á Augusta og brotnuðu m.a. tré á vellinum aðfaranótt miðvikudags. Von er á þrumuveðri á hverri stundu á Augusta og mótshaldarar taka enga áhættu í slíkum tilvikum þar sem að tugþúsundir áhorfenda eru í stórhættu í slíku veðri.

Golf

Chelsea komst naumlega áfram

Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum.

Fótbolti

Masters 2012: Allir í hvítu

Ein af þeim mörgu hefðum sem einkennir bandaríska meistaramótið í golfi er útbúnaður kylfusveina. Þeim er öllum gert að klæðast hvítum klæðnaði, sem merktur er kylfingnum þeirra á bakinu. Auk þess eiga þeir að vera með sérstakar grænar derhúfur og í hvítum íþróttaskóm.

Golf

Lið með heimavallarrétt í lokaúrslitum hefur ekki tapað í tíu ár

Njarðvík og Haukar hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta en fyrsti leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík er bikarmeistari og Haukar sópuðu út Íslandsmeisturum Keflavíkur. Haukar geta orðið Íslandsmeistarar í fjórða sinn á sjö árum en Njarðvík er að reyna að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki.

Körfubolti

Desailly: M'Vila getur orðið betri en Vieira var

Marcel Desailly, fyrrum leikmaður AC Milan og Chelsea og heimsmeistari með Frökkum 1998, hefur mikla trú á miðjumanninum Yann M'Vila sem leikur með Rennes í Frakklandi. Desailly hvetur Arsenal að geta allt til þessa að krækja í strákinn í sumar.

Enski boltinn

Magnús missir ekki af oddaleiknum - kæru Stjörnunnar hafnað

Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur komið saman og tekið fyrir kæru sem barst eftir viðureign tvö milli Keflavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Iceland Express deild karla en leikurinn fór fram mánudaginn 2. apríl. Stjörnumenn kærðu meint viljandi olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur.

Körfubolti

Vignir fer til Minden í sumar

Vignir Svavarsson mun ganga til liðs við þýska handknattleiksliðið Minden nú í sumar en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Handbolti

Masters 2012: Kveikir umdeild bók neistann hjá Tiger Woods?

Hank Haney, fyrrum þjálfari Tigers Woods, gaf út bók á dögunum þar sem hann fjallar um þann tíma sem hann var aðalþjálfari besta kylfings heims. Haney og Tiger Woods voru nánir samstarfsfélagar á árunum 2004-2010 en Haney sagði upp störfum skömmu eftir að upp komst um framhjáhald Tigers Woods í lok ársins 2009.

Golf