Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2012 10:00 Ólafur Stefánsson var mættur í íslenska landsliðsbúninginn á nýjan leik á móti Noregi á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Valli Þetta hefur verið öðruvísi tímabil fyrir hinn 38 ára gamla Ólaf Stefánsson sem missti af fyrri hluta tímabilsins með AG Kaupmannahöfn og missti síðan í janúar af sínu fyrsta stórmóti í 19 ár með íslenska landsliðinu. Nú er Ólafur hins vegar kominn á fullt á ný, AG er að spila í úrslitakeppninni í Danmörku og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fram undan eru leikir sem ráða því hvort íslenska landsliðið verði með á Ólympíuleikunum í London. „Það er gaman að hitta strákana aftur en aðallega er gaman að vera orðinn heilbrigður, því það er aðalbaráttan," sagði Ólafur Stefánsson aðspurður um endurkomuna í landsliðið. Hann hefur áður tekið sér stutt leyfi en það var árið 2009 eða eftir síðustu Ólympíuleika. Hann missti þá ekki af neinu stórmóti eins og hann gerði nú. „Ég ætla að vona að ákvörðun um að vera ekki með á EM skili sér en það hefði alveg verið út úr kú að spila þar. Þetta var langt ferli og erfið meiðsli og ég er ekki alveg kominn fyrir hornið enn þá en ég held samt að ég sé orðinn nógu sterkur til að hjálpa," sagði Ólafur og hann vill ekkert tala meira um meiðslin. Ísland er með Síle, Japan og Króatíu í riðli og komast tvær efstu þjóðirnar áfram. „Við megum ekki fagna of snemma eins og Gummi sagði. Þessi lið spila allt annan handbolta og það er mesta hættan við þá. Þú veist ekki alveg hvar þú hefur þessi lið. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Kóreu og Japanir eru svipaðir og þeir, ekki kannski alveg að getu en í stíl. Það er stuttur tími sem við höfum til að setja okkur inn í hlutina og menn þurfa að setja strax í gírinn." Það er nokkuð ljóst að þetta er síðasti möguleikinn fyrir Ólaf að komast inn á Ólympíuleika enda verður hann orðinn 43 ára þegar leikarnir fara fram í Ríó eftir fjögur ár. Ólafur á nú möguleika á því að komast á sína þriðju leika. „Þetta er bara upp á líf eða dauða og það er ekki eins og við getum bætt upp fyrir þetta einhvern tímann seinna. Við þurfum að vera þarna á staðnum á föstudegi og laugardegi og vonandi getum við klárað þetta fyrir sunnudaginn," segir Ólafur. Íslenska landsliðið endaði í tíunda sæti á EM í Serbíu en hafði verið meðal sex efstu á þremur mótum þar á undan. Ólafur fylgdist með liðinu á EM. „Ég horfði á liðið spila á EM og naut þess. Mér fannst gott að vera fyrir framan sjónvarpið og vera að vinna í mínu því ég var á réttum stað þá. Ég hefði ekki verið á réttum stað ef ég hefði verið þarna niður frá," segir Ólafur. En ganga hann og Snorri Steinn bara beint inn í gömlu hlutverkin sín í liðinu eftir þessa stuttu pásu? „Við erum ekki í áskrift beint og þurfum að sýna það í okkar spili og með okkar félagsliðum að við séum þess verðugir að fá að vera hérna og æfa. Það þarf alltaf að vera þannig," segir Ólafur hógvær að lokum. Handbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Þetta hefur verið öðruvísi tímabil fyrir hinn 38 ára gamla Ólaf Stefánsson sem missti af fyrri hluta tímabilsins með AG Kaupmannahöfn og missti síðan í janúar af sínu fyrsta stórmóti í 19 ár með íslenska landsliðinu. Nú er Ólafur hins vegar kominn á fullt á ný, AG er að spila í úrslitakeppninni í Danmörku og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fram undan eru leikir sem ráða því hvort íslenska landsliðið verði með á Ólympíuleikunum í London. „Það er gaman að hitta strákana aftur en aðallega er gaman að vera orðinn heilbrigður, því það er aðalbaráttan," sagði Ólafur Stefánsson aðspurður um endurkomuna í landsliðið. Hann hefur áður tekið sér stutt leyfi en það var árið 2009 eða eftir síðustu Ólympíuleika. Hann missti þá ekki af neinu stórmóti eins og hann gerði nú. „Ég ætla að vona að ákvörðun um að vera ekki með á EM skili sér en það hefði alveg verið út úr kú að spila þar. Þetta var langt ferli og erfið meiðsli og ég er ekki alveg kominn fyrir hornið enn þá en ég held samt að ég sé orðinn nógu sterkur til að hjálpa," sagði Ólafur og hann vill ekkert tala meira um meiðslin. Ísland er með Síle, Japan og Króatíu í riðli og komast tvær efstu þjóðirnar áfram. „Við megum ekki fagna of snemma eins og Gummi sagði. Þessi lið spila allt annan handbolta og það er mesta hættan við þá. Þú veist ekki alveg hvar þú hefur þessi lið. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Kóreu og Japanir eru svipaðir og þeir, ekki kannski alveg að getu en í stíl. Það er stuttur tími sem við höfum til að setja okkur inn í hlutina og menn þurfa að setja strax í gírinn." Það er nokkuð ljóst að þetta er síðasti möguleikinn fyrir Ólaf að komast inn á Ólympíuleika enda verður hann orðinn 43 ára þegar leikarnir fara fram í Ríó eftir fjögur ár. Ólafur á nú möguleika á því að komast á sína þriðju leika. „Þetta er bara upp á líf eða dauða og það er ekki eins og við getum bætt upp fyrir þetta einhvern tímann seinna. Við þurfum að vera þarna á staðnum á föstudegi og laugardegi og vonandi getum við klárað þetta fyrir sunnudaginn," segir Ólafur. Íslenska landsliðið endaði í tíunda sæti á EM í Serbíu en hafði verið meðal sex efstu á þremur mótum þar á undan. Ólafur fylgdist með liðinu á EM. „Ég horfði á liðið spila á EM og naut þess. Mér fannst gott að vera fyrir framan sjónvarpið og vera að vinna í mínu því ég var á réttum stað þá. Ég hefði ekki verið á réttum stað ef ég hefði verið þarna niður frá," segir Ólafur. En ganga hann og Snorri Steinn bara beint inn í gömlu hlutverkin sín í liðinu eftir þessa stuttu pásu? „Við erum ekki í áskrift beint og þurfum að sýna það í okkar spili og með okkar félagsliðum að við séum þess verðugir að fá að vera hérna og æfa. Það þarf alltaf að vera þannig," segir Ólafur hógvær að lokum.
Handbolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira