Fréttir

Vilja leggja jafn­launa­vottunina niður

Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður.

Innlent

Þitt nafn bjargar Justynu

Hin árlega og alþjóðlega herferð, Þitt nafn bjargar lífi, hefst í dag. Amnesty segir herferðina hafa breytt lífi þolenda mannréttindabrota frá því henni var komið á fót árið 2001.

Innlent

Beina sjónum sínum helst að miðju gangsins

Smáskjálftavirkni í kvikuganginum við Sundhnúk heldur áfram og GPS gögn sýna að gliðnun heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna svipaða og í gær og að þau eigi alveg eins von á gosi í dag, á morgun eða næstu daga.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Lögreglustjórann á Suðurnesjum sem segir að löggæsla í bænum hafi verið aukin eftir að til sást til grunsamlegra mannaferða að næturlagi í bænum. 

Innlent

Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kyn­ferðis

Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar.

Innlent

Grænt ljós á aðra til­raun með stærstu eld­flaug heims

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp.

Erlent

Vy-þrif kærð til lög­reglu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki.

Innlent

Sund­laugin lekur

Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna.

Innlent

Ellert Ei­ríks­son er látinn

Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn sunnudag.

Innlent

Lítið lát á aust­lægu áttunum

Lítið lát er á austlægu áttunum sem hafa verið viðvarandi í lengri tíma. Dálítil úrkoma er viðloðandi landið sunnan- og austanvert, en yfirleitt þurrt fyrir norðan og vestan.

Veður

„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karl­mönnum“

Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu.

Innlent

Vaktin: Raf­magn komið á ný

Um það bil 400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesi frá því á miðnætti. Stefnt er að því að halda áfram að hleypa Grindvíkinum heim til sín í dag til að bjarga því sem bjargað verður.

Innlent

Hafa náð fót­festu á austur­bakka Dnipro

Úkraínskir landgönguliðar vinna nú hörðum höndum að því að stækka fótfestu þeirra á austurbakka Dnipro-ár í Kherson-héraði. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu en Úkraínumenn vilja koma bryndrekum yfir ánna.

Erlent

Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna

Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir.

Innlent

Gamla fjárréttin í Ólafs­vík hefur verið endurhlaðin

Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af.

Innlent